Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

laugardagur, september 24, 2005

 

It doesn't pay to try,

all the smart boys know why.
Doesn't mean I didn't try...

J.T., you can't put your arm around a memory

Ha. Það ritskoðar enginn þessa einveru, - ég er einn, með allt þetta - segir sig sjálft.

Ég hef litið uppí stafrænar nasirnar á mér, frosin bros og kossa, þínar þúsund klippingar, múnderingarnar etc. Allt með einhverjum öðrum augum...

en: Þú kemur ekki höndum á minningar, eða hendi, einsog Johnny Thunders hafði það, þú getur bara dælt hana upp með heróíni eða gripið um flöskuna og teygað.

Við vorum eitt og það sama: þó það sjáist ekki, eru stjörnurnar eldgamlar; nóttin er ung, áður en morgun rís, grár og gamall, verð ég búinn að fæðast, enn ein rússíbanareið útí blátt, útí ekkert, útí grátt-an daginn sem líður svo hægt.

Og það er örugglega barasta hollt, amk get ég falið mig þar.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]