then maybe one day, I'll be free of you.
But lately I've been going to
all the places that remind me of you.
And just when I think you're out of my head
I hear a record you played or see a book that you read. kinks - no more looking back
Lögin í útvarpinu negla mig niður. Ósýnilegt loftið gegnum rúðuna (“fingraförin”) smýgur uppí nasirnar, hreinsar þær. Naglarnir smíða kökk úr rótlausum hugflygsum, heimskum, alvitrum merg og stírum, rotnasta innihaldinu í þessum mjúku, leiðu umbúðum.
Tíkallar sitja fastir í sírópi, og það er lag í mér.
Æðar springa, eitthvað í brjóstinu kippist við í sífellu, áreynslan við að grenja ekki; ekki eitt óskiljanlegt orð enn getur síast gegnum þennan blauta filter, þessi úthúðaða tilvera ræður ekki við sig lengur, ég hugsa of hratt of hratt.
Þessari 60kílómetrafarþegaandnauð fylgir ofsóknaræði, lömun og ofsjónir:
hjólbeinóttu stelpurnar, með níðþungu skólatöskurnar, fara með atburði helgarinnar sem mannsmorð;
þó það sé mánudagur, verða sætu strákarnir sætari og pylsusalinn er einsog púkinn á fjósbitanum;
síðustu lyklabörnin halda fundi á þessum helvítis reykjavíkurhornum þar sem leiðir skiljast alltaf, en eru sótt af stressuðum sjúkrabílum því þau eru lifandi dauð;
gamla fólkið borðar kókó pöffs því það er bara 23 ára, þeim lá svo mikið á að fara í spariskónna;
dimm rödd lögnu lesbíunnar bergmálar einsog aukahlutverk í minningu, en samt svo geðveikt hátt;
Hvíslari Burroughs er á gangi dag einn við Tígris og milljónir horfa á hreinsilagar auglýsingu.
Í auga andnauðarinnar, sprettur svitinn fram einsog klinka tannlæknisins á biðstofunni, góð, aldrei vond, bara miðill, og hjartað pumpar engu: heil stoppistöð sér mann hníga og berja sér á brjóst, það er sárt á marga vegu.
Hann lifir. Sætsúrt, eiginlega.
>