Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

mánudagur, september 12, 2005

 

Still I look for the beauty in songs

to fill my head and lead me on,
though my dreams have come up torn and empty
as many times as love has come and gone.


Keypti Late For the Sky á disk, því plötuspilarinn er ekki tengdur, og hún er, amk A-hliðin, ein besta break-up plata sem ég hef heyrt. Og það er gott.

Ég geng oftast sömu leið niðrí bæ, það er ekki satt að ég sé að fela mig, í þessum götum eru hús sem ég elska bittersweet; minningar sem eiga svo vel við málsgrein í Svartfugli að ég ætti að kunna hana utanað, en bókarskriflið er í vinnunni. Í þeim eru herbergi og partí, sígarettur og hlátrar, þó einhverjir flytji þá á ég þetta ennþá. Sætu stelpurnar og ósigrana, beiska drauma í köldum leðursófum sem valda samskonar ölvun og molarnir í landabrúsunum. Tár yfir ömmu. Stælar. Öskur, hróp, grín og hlaup.

Það gamla er yngst og öfugt.

Reyniberjaklasarnir eru einsog vaxbónuð epli úr þessari fjarlægð. Og þau eru það. Og, með augun stillt á þessa tíð, teygji ég mig í þau og bít.

Sama hvað ekkert þóknaðist mér og allt fokkaðist upp, er öryggistilfining fólgin í að handleika þessa fölu eign, mér líður jafnvel betur.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]