Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

sunnudagur, október 16, 2005

 

Jag har inga starka armar att bära dig på

Jag är inte mycket, inte mycket att titta på
Men du kommer aldrig behöva ljuga igen
och du kommer aldrig behöva se mig, ligga död på vägen...

Häkan Hellström - Gårdakvarnar Och Skit

Í gær þegar ég gekk inn Meðalholtið, um leið og ég steig á það fæti, mörkin sem ég skapaði sjálfur, hálf sjö í gær, hófu kirkjuklukkur Háteigskirkju að slá, þær börðust um með mér niður hálft holtið að hvíta húsinu. Gaman að því. Það fer að líða að því að ég hafi ekki lengur neitt opinbert erindi í mitt ástkæra holt; einungis leynileg, einsog að velta gosbrunni, fleygja snjóbolta í ákveðinn glugga, gera dyra at, skjóta stubbum í ákveðið beð. Kemur í ljós hvort ég hafi kjark til síðar, hvort ég geti gert hvíta húsinu þessa óhæfu sem ég hef í huga.

Gísli, minn fyrrum nábúi og félagi gegnum alla skólagönguna er víst búinn að eiga. Annað barn. Hvílíkt hyldýpi og ógnar leið sem er nú á milli okkar! Ég get ekki hlegið í þessu sandfoki.

Guðmundur hennar mömmu stóð sig vel í viðtali í Fréttablaðinu í dag, náði að selja mér Moby Dick og þegar ég sá svo doðrantinn í kvöld, langaði mig jafnvel að byrja strax að lesa. Sérlega ánægjulegt að sjá "hist og her" á prenti; það er margt svona sem gleður, en ég bara get ekki vitað það, fyrren ég les það.

Náði í seinustu Häkan Hellström plötuna, loksins. Hún er góð, einhvern vegin lífrænni en annað frá honum, meira akústísk. Ég hef legið yfir henni og lesið textana á netinu; bölvað fákunnáttu minni í sænskunni. Hvað er gårdakvarnar? Ég næ nokkurnvegin merkingunni í titli lagins samt, sem er fyrir öllu, en mikill vill meira!

Enn og aftur lýsi ég yfir vonbrigðum með að það heyrist ekki í honum meir hér á Íslandi. Við erum svo upptekin af okkur sjálfum að við gefum ekki einu sinni skandinövum séns, en það verða þeir hins vegar að gera með okkur, sýna allar myndir sem ösnumst til að framleiða, lesa allar skáldsögur Jóhanns Ólafs og Einars Má- og reyndar annars öll blessuð veröldin.

Böstaði líka bestu lögin af All Things Must Pass, frábært kover Galaxie 500 af Isn't It a Pity kveikti í mér. Arna, við verðum að skiptast á mp3-unum, eða ég að ná í það sem símreikningarnir kostuðu. Amk Wild Man Fischer! Ég er kominn með fráhvörf af honum!

Ég er, held ég, sammála Norðanáttinni með Hvað ef-ið. Það hlýtur að vera uppsprettan, fyrsta skrefið sem er stigið í baráttunni. Fékk smá uppljómun á gangi áðan eftir Lönguhlíð. Hún tengdist ekki Hermanni neitt.

Ofboð eðlilegt á sunndegi!

Nei, það hringlar í hálfbrunnum eldspýtum þegar ég hristi hausinn.

För du var solskenet
och jag var ensam,

útí eitt, útí eitt.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Ummæli [Atom]