Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

föstudagur, október 14, 2005

 

Through the crying hours

Of your glitter years
All the living out
Of your tinsel tears
And the midnight trains
I never made
’cos I’d already
Played...

the game, með Echo and the Bunnymen

Ég sit og bíð eftir Grýlu, sköllóttur og hræddur, sveittur í reykjarkófi. Á þessari hæð held ég mig yfir helgina, sveipi mig sæng og lít á svarið í gaupnum mér; allir litir regnbogans birtast þegar andvarpið ber við gluggann og náttúrulegt ljósið.

Já. Við leitum allir í Maryland eftir næringu... sumir tjalda þar og kyssa nóttina.

En, ef ég reyni, þá gleymi ég þessum 'tinsel' tára-tímum, mála mig og fer útá lífið, treini mér þorstann og skrælna í augnaráðum og spring út í faðmlögum, kem þá kannski heim án þess að kýla einhvern í sálina.

Vakna.

Sumt er svo fallegt. Sumt breytist aldrei, er fullkomið.

En lífið er einsog Pleimóið, hvert nýtt módel er forljótara en hitt. Þrátt fyrir gimmickin, litadýrðina og hverja nýja glæsilega týpu af hestum... Ég þakka samt afmælisgjafirnar.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]