Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

mánudagur, október 24, 2005

 

Well, yesterday was such an easy game for you to play.

But let's face it things are so much easier today.
Guess you need some bringing down,
and get your feet back on the ground!


Kvendagur.

Ágætur dagur að kveldi kominn. Í morgun brostu við okkur nær hver kona og barn. Það var gaman. Strætóbílstjórinn á Langholtveginum fyllti vagninn við sjoppu, þarsem ég starfaði við skýlið, sá ég hann brosa í talstöðina, að kalla á annan vagn. Við eltum vagnsleiðina (óvart) og á næstum stöð, við lokaðan landsbanka, beið annar hópur kvenna, líklegast úr leikskólunum í kring töldum við.

Fallegir litlir hópar á flókagötum, bjánakerlingar, einar í bíl, að brúmma á lönguhlíðum inní hnút. En það kom mér á óvart hvað það virtist koma við mig, hve mjögsvo glaðar allar stúlkurnar voru. Mér hlýnaði öllum.

Til taka lítið eitt þátt fórum við svo niður í bæ. Þessi mýta um fallegu íslensku konuna birtist ljóslifandi í hafi - Sargasso-hafi; það var hjúpur kringum þær og ég fastur, leiddur áfram af sírenu í kápu, trefli og alsvenjulegum skóm. Ég var meyr, reykti ótæpilega og hratt til að slá á ofgleðina! og börnin í kerrunum brostu. Dagurinn var brotinn upp, lífið brotið upp.

Ég hefði ekki viljað missa af þessu.

Svo sá ég í fréttunum myndir og viðtöl. Þar var allt ömurlegt. Þingkellingar. Ég trúði ekki að ég hafi upplifað þetta, enginn galdur.

Næst er það láglaunafólkið. Það liggur meira á því, það eru sömu laun á elliheimilunum hjá kynjunum, í skúringadeildunum, hjá pólsku stelpunum á Raufarhöfn.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]