Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

 

All Sisyphus' silent joy is contained therein.

His fate belongs to him. His rock is a thing. Likewise, the absurd man, when he contemplates his torment, silences all the idols.
The myth of Sysiphus e. Albert Camus

Ég bið alltaf um fleiri og fleiri spil, hækka, hækka. Ógeðfelldin hækkar og hækkar, uns potturinn er til hálfs minn, hálfs hennar; Gleði, Snauð og Ásta Sólilja allar búnar að pakka, farnar að dást að útstungnum augum mínum. Styx og bæjarlækurinn, gutla í lekandi, fallandi dropum á kalt gólf víðu Heljar.

Með fullt hús af engu, fleygi ég spilunum oná topp ömurlegra túkallanna, sem unnu sig sjálfir, held hróðugur af stað niður hlíðina, brosandi lúser, fordæmdur Absúrd maður.

Seinasta regla fjallgöngumanna er, að hlaupa ekki niður - og ekki ef þú veist þú þarft upp. Engar áhyggjur, Monty. Engar fokking áhyggjur.
---

Á hlekknum má lesa esseiuna - ég tel samt hún sé stytt. Að auki eru innsláttarvillur, sem maður verður komast framhjá. Og mikið getur enska verið leiðinlegt mál.

Annars sé ég, allt í einu, soldið sem ég vil kalla Sisyphus-syndrome hjá gamla Ray, í það minnsta snýst margt hjá honum um lífs endurtekninguna, hnullunginn og brekkuna; sbr. Do It Again, Cliches of the World (B-Movie) og fleiri vinnu-tengd lög.

Þeir samt ekki jafn sætir og þeir voru; original lineupið kom saman í gær, þegar þeir voru teknir inní UK Music Hall of Fame: sjá mynd . Raymond er þessi grettni lengst til vinstri.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Ummæli [Atom]