Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

 

Þá ertu borinn annarlegum heim,

og átt þó samt að byggja mannana sveim.
Ljóðheimur e. Benedikt Gröndal

Ég hefi verið kitlaður af Ágústi Borgþór og Steve Sampling! Það finnst mér ekkert fyndið, ég fyllist allur einhverri óværu, fer á ið, stressast. Er þetta ekki djöfuls kukl? Eintómar sjöur? Sjö x sjö x sjö?

Hugsa mest um hvern skuli svo kitla. Fer bara að hugsa um Örnu. Arna, ef ég sagði þér það aldrei, þá var ég bara að öllu þessu kitli því viðbrögðin þín voru svo rosaleg: kitluðu mig! Mér er farið að þykja það leitt! Fokk - verð allur ýkt sorrí í líkamanum. Og meyr. Enda kvefaður.

En nóttin er "blind og andtaktin í botni" svo ég má ekki hugsa um þetta. Eða vera að þesu.

Það eru, held ég, prófessional hlutir í gangi hér, hálfgerð líkön í smíðum, tilvonandi plaggöt, orð á strangli sem skulu prýðu mig að eilífu, einsog flúrið frá Búra. Ég er að höggva planka i ramp, stökkpall... amk lítinn kassa til að standa á og kalla.

Svefnvana víman er önnum kafin, hleður höll eftir höll, fyllir andardrætti og eigin lögum; svona umorða ég Bensa og brosi svo stíft - glotti einsog úlfur - að ég rek glóðina í nefbroddinn. Óska samt þess ég hefði kaffe.

Eru ekki óskir, einsog loforð, á sömu grænu greininni? Hvað ég öfundast við ykkur!

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]