Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

mánudagur, nóvember 21, 2005

 

Hvorugt fann ég, þig eða tímann...

Hjálmar - Til þín

Nýja Hjálma platan er ekki nógu góð. Forsöngvarans lög ansi vond, satt best að segja. Sándið og fílingurinn varla nokkuð breyst frá fyrri skífu - ekki furða, segðu sumir, enda um reggí að ræða, en ég segi það sé ekkert lögmál; það er fullt af prógressívu reggí-i, fáar tónlistarstefnur gengið gegnum jafn hraðar breytingar og reggí.

Það er eiginlega ekkert sem tengir saman lög einsog Til þín (frábært lag!) og svo Heim á ný. Varla nema að þetta á að heita sama bandið. Platan veldur mér vonbrigðum, sérstaklega hlutur Þorsteins söngvarans. Hinn gæjinn, þessi langi mjói, kemur hinsegar óvart - eftir það ömurlega, óþolandi Kindin Einar - og á bestu lögin og sprettina á plötunni.

Geislinn í Vatninu er samt mjög flott.

Óttalega lazy og leiðinlegt að nenna ekki að skíra plötuna neitt. Sérstaklega plötu númer tvö.
---

Takk, keypti ég um daginn (í Hagkaup! sem reyna ljúga því í mann að maður sé ekki að borga neinn vask) - fyrir konsertinn, mér finnst oftast betra að þekkja lög sem ég heyri á tónleikum. Svosem ekkert að segja um hana, voða þægilegt allt saman.

Heyri ég rétt eða dettur Jónsi ekki soldið í þessa fokking Vonlensku stundum? Amk, heyri ég ekki alltaf einhver orð.

Umslagið er hrottalega misheppnað. Einhversskonar upphleypt, eða niðurhleypt, drasl er í því, en prentvélin hefur ekki hitt blekinu í tilgert svæði. Einkar ljótt. Og þetta segi ég bara því þetta á, og hefði getað verið, óttalega laglegt.
---

Arthur Lee er víst orðinn fáviti og beilaði á túr um England, mætti bara ekkert! Johnny Echols byrjaður að spila með honum, en Lee bara beilar. Kannski Lee vilji ekki að Echols fái neina Love-peninga.

Núna er Arthur Lee búinn að missa þetta frábæra backing-band sem hann hefur haft undanfarin ár, sjá td Forever Changes DVD-ið, og alla trú frá svona 40 promoterum í Englandi, hans helsta baklandi. Að ógleymdum aðdáendunum sem ég veit að hafa verið að sjá hann á konsert á hverju ári næstum því í fimm-sex ár. Fífl. Jæja, hann getur þá farið að drepast. Hann mun ekkert gera merkilegt úr þessu, með ekkert band og skalla sem hann felur undir klútnum...

"Five String Serenade" lagið er samt helvíti gott, miðað við að það kom út, rúmum 25 árum eftir að hann missti það algjörlega. Mæli með því.
----

Benedikt Gröndal er að sækja þvílíkt á mig núna. Er að lesa Dægradvöl, úr III. bindi rita hans sem ég hef átt lengi. Fór svo í dag niður í Skjaldborg, sem er með gamlan lager einhverstaðar frá, og hvar ég keypti þetta 3.bindi áður, en festi nú kaup á hinum 2 bindunum. Á spottprís, að auki!

Í fyrsta bindinu er ma Heljarslóðaorrusta, sem ég á þó á einni lítilli bók. Í ritsafninu er hún þó ekki myndskreytt og, einsog þar segir, einu sinni myndskreytt, ávallt myndskreytt.

Kvæði hans, í fljótu bragði, virka ekki vel á mig; þau eru varla jafn góð hann hefur verið að lýsa þeim fyrir mér í Dægradvöl sinni.
---

Sé að á þessari Megasukk plötu, sem er að koma út, er Adieu Capital, sem er einmitt úr einu af þessum heftum sem ég hef lítillega komið inná. Hann mjólkar kannski ekki mikið hr. Megas, en það er í lagi, hafi maður svona songbook einsog hann.

Kannski fleiri ættu að taka þetta sér til fyrirmyndar, bara ganga í gömlu b-hliðarnar og demóin? Pæling. Sumar þessara gömlu stjarna eru ógurlega blóðlitlar orðnar, sbr. nýju Macca lögin. Djöfull er hann þreytandi.

Núll tjáning hjá Paul, þetta er fokking automatískt.
---

Í belg og biðu, þannig er ekki heillavænlegt að tjá sig, en þó, sumt af þessu, hefur verið að væflast fyrir mér um skeið. En er flest svo petty eitthvað, fínt bara að troða þessu svona saman: láta bráðna á á gluggasillu, við yl hinna kurteisu lesenda.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]