Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

 

i am

the hero of all my favourite novels
i live in them
and they
live in me

i am the strange hero of hunger e. Billy Childish

Hinn mjög svo þýði Eiríkur Örn Norðdahl reddaði þessu líka svo fínt fyrir mig, ljóðinu sem ég heyrði upptöku af á laugardag, eftir Billy Childish og hélt mér vakandi framundir kvöldmat - þegar Múlakaffis kjúklingurinn hafði horfið úr maga mínum og óróleikinn tekið við.

Ljóðið setur svo margt í orð sem ég hef hugsað á svipuðum nótum, það er nokkurn vegin svona sem ég upplifi bækur; ég er Barð-Helgi! ég er þeir báðir, Alexander mikli og Aristóteles, þegar þeir upplifa mögnuðustu stundir vísinnar og læra allt sem læra þarf!

Og einsog kemur alltof glöggt í ljós, þá ber ég í brjósti einhvern snefil af Jean-Baptiste líka!

Eiríkur birtir það hér í heild sinni. Childish er víst dyslexic, þaðan stafa stafsetningarvillurnar. Annars var lesturinn líka frábær, ég er þvílíkur sauður að hafa ekki verið neitt á þessari ljóðahátíð.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Ummæli [Atom]