Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

sunnudagur, nóvember 06, 2005

 

I'm wasting my life, you're changing the world.

I get drunk and watch your head grow
cardigans - I need some fine wine and you, you need to be nicer

Við erum öll forljót, en syngjum svo fallega með. Viðlag minnar eigin heimspeki er klárt.
---

Apollo leikhúsið 1979, Roxy Music er á Manifesto-túrnum og spilar fyrir Granada stöðina. Bryan Ferry er kominn úr rauðbleikum gervileðurjakkanum í encore-inu - lakkrís-bindið svífur í lausu lofti - hann reykir sígarettu og syngur Virgina Plain. Við í salnum syngjum með, forljót, en fallega: "take me for a rollercoaster..."

Svona hugsa ég á brúnni yfir Miklubrautina við Kringluna á ömurlegum Laugardegi, blautur og rjóður í kinnum; smíða lítil viðlög. En sólin brýst fram þegar ég hugsa satt, í skugglífinu er sólin á bakvið allt, ég hata mannfólkið svo breyskt, og niðurdrepandi ömurlegt, heilar trilljónir á leiðinni í mollið að syngja Mammoni dýrð. En hún breytir heiminum og ég drekk honum heila skál, á þrjúþúsund ára ammæli Apollo eða Mammons. Hipp hipp. Og, ó, svo:

Live í augum gervihnattanna - sem byrgja mér sýn á loftsteina og dansa upp, niður, upp, niður. Ég er Mark Feld, ég verð Marc Bolan, ef ég þykist vera risaeðla, þá hlustar einhver og þegar ég faðma seinasta tréð, mölbrotinn á beinum og hjarta, í seinasta andardrættinum, þá grætur kannski einhver.

Og einhver Bowie flýgur til Lundúna dauðdaga míns, með eina nös og grátbólgin augu bakvið eldheit sólgleraugu...

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]