Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

 

When you're all alone and lonely in your midnight hour

and you find that your soul, it has been up for sale...
and your getting to think 'bout all the things that you done
and your getting to hate just about everything...

Lou Reed - Coney Island Baby

Skammdegið er lýst upp af neonrauðu loforði, American Style - hei, ég veit hvað ég á að forðast. Annars er mér betur við ljóskeilurnar sem ferðalangarnir þangað, munda einsog lensur í leit að bílastæði og Dúlsíneskum-borgurum; djöfull fíla ég ljósin í myrkrinu.

Astral Weeks hefur verið ráðstafað og er vel. En það er þá vonandi að allir aðrir hafi heyrt stykkið, eins gott og það er, fyrst engan hungraði í.

Fékk góða hugmynd í gær, betri en flest annað nýlegt, amk. Ég hef skrappað öðrum verkefnum og ákveðið að nota þessa og helga mig; gæti jafnvel tekið mér launalaust frí og horfið í einhvern tíma. Hún er góð á mörgum level-um, bæði á ég í hana ýmislegt og að auki, þá barasta held ég, að það sé mér hollt að klára þetta. Það er, leysa út þessar uppáskriftir, raunverulega klára allann pakkann, algjörlega hella mig fullan af þessum áhrifum, sem svo sjást svo ljóst hér. Sprengja meistarana af mér, einsog Batman í bátnum; hlekkja mig og sigra óvininn, í hvaða lofti sem er (því jú, eftir kófið, er allt svo hressilegt!).

Ó! þið loforð! þið höndlið þetta alltaf svo vel og hafið engar áhyggjur! Stundum vildi ég óska þess, að ég væri bara eitt lítið loforð!

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]