Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

fimmtudagur, desember 15, 2005

 

Come share this golden age with me in my single room apartment,

and if it all amounts to nothing - it doesn't matter,
these are still our glory days.

Oh, my face is unappealing and my thoughts are unoriginal,
I did experiments with substances but all they did was make me ill...

Pulp

Fann disk með 2 Pulp tónleikum í einhverri fáránlegri raftækjabúð í iðnaðarhverfi, og keypti hann á staðnum. Á öðrum konsertinum rúlla þau í gegnum næsta alla Different Class, en á hinum, sem er greinilega tekinn upp mun seinna er það This is Hardcore sem fær mesta athygli. Merkilegt hvað lög einsog The Fear og Dishes njóta sín vel á útitónleikum, ég hefði varla getað trúað því.

Sérlega magnað að heyra Sorted For E's and Whizz spilað fyrir allan þennan fjölda á grasinu fyrir framan sviðið: "is this the way the future's meant to feel, or just twenty thousand people standing in a field?" - og allir taka undir, gjörsamlega inní brandaranum. Og mest Cocker sjálfur.

Tilburðir hans eru svo kapítuli út af fyrir sig, rykkir og fettur og grettur og leikræn tjáning á textanum, tjáning sem er alltaf á undan einsog hann geti ekki beðið! Og hlaupin, það er ekki hægt að lýsa þeim.

Þeim tekst að samtvinna Glory Days með smá chatti frá Cocker við Common People ansi skemmtilega. Reyndar verður Common People að minnst sjö mínútna löngu lagi, flutningurinn allur harðari, reiðari og Jarvis lifir sig fullkomlega inní verkið, hann er reiður! En kannski bara því hann verður svo hás og rámur, röddin næstum farin og hann öskrar - og lagið færist uppá annað plan.

Mjög gaman að sjá Richard Hawley spila á seinni tónleikunum líka, fyrir utan að vera fær gítarleikari, þá hefur hann einhvern presence - kannski bara fyrir mig, því er að digga Cole's Corner svo vel.
---

Fékk líka nýja mix-diskinn frá Cleveland-Steve, sem er góður að venju - ég veit ekki hvað ég geri ef hann hættir þessu, ég er orðinn svo góðu vanur.

Hápunktarnir á þessum eru: Patches með Clarence Carter, svona tyggjó Alabama soul; Cherry Baby með Starz, catchy glam-popp frá '78 eða svo; What's My Scene með Hoodoo Guru's, Ástralst power-popp; og að lokum Umpobo með Dr. Bob, sem var fyrsta heiti Badfinger en engu að síður mjög laglegt og catchy lag!
---

Eitt merkilegt enn: Á fyrri Pulp tónleikunum eru þeir brotnir upp með mjög skemmtilegum innslögum, einskonar tourferðasögum frá hverjum og einum í bandinu. Bassaleikarinn kýs að tala um Palais Ideal, höll sem póstmaðurinn Ferdinand Cheval smíðaði í Frakklandi fyrir meir en 100 árum. Í raun er pæling ekkert ósvipuð held ég þeirri sem bóndinn í Selárdal var með - ég man ekki nafnið á honum í augnablikinu - en öfugt við þann íslenska þá kláraði Cheval sinn kastala, hjó í grjót í nokkra ártugi hið minnsta. Og kastalinn, ef svo skyldi kalla, er ekkert slor, þetta er ekta! Sjá mynd hér

Þetta er algjörlega málið, fikrið ykkur, góða fólk, eftir þessum gúgl vísunum: Palais Ideal!

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]