sinking in a funny way.
Black footing full of faces floating
mimicking our final days.
The ocean will have us all,
the ocean will have us all...john cale - barracuda
Var að ljúka lestri á ansi hreint skemmtilegum doðranti, Ævisögu þorsksins e. Mark Kurlansky, hvar þetta óféti er sett í sögulegan búning, og annað er viðkemur honum, landnám norður-Amríku til að mynda, og svo auðvitað Þorskastríðin okkar. Margt merkilegt kemur í ljós, mér þá áður hulið, einsog hvert verðgildi saltfisksins virkilega var. Ef borinn er saman arður Spánskra og Breta af gulli og ránum annarsvegar og þorskveiðum hinsvegar, hafa Bretar vinninginn (það eru þó í raun Nýenglendingar og Labradorar sem bera hitann og þungann af þessum auði).
Það er sérlega sárt að hugsa til þess að nú er næstum enginn fiskur út frá Labrador, stærstu og bestu miðunum – fiskur er þorskur, þorskur fiskur – þeim tókst að veiða hann næstum allann á næstum 200 árum. Og ekki varð ástandið betra með þessum svokölluðu “bættu” veiðartólum, það er í raun helst við þau að sakast, risatogarana og botnvörpurnar.
Ég er nú sammála Darwin í flestu, þó það sé ekki fallegt, en eitthvert helvítis Huxley fífl, tók hans kenningar og taldi að það væri ómögulegt að útrýma nokkrum stofni dýra, þau myndu sjá um það sjálf að setja stopp við! Hverslags! Og það var um aldamótin 1800, en enn var vitnað í hann undir miðja síðustu öld!
Milli kafla og undir lok bókar eru uppskriftir allskyns, bæði gamlar og svo nýlegri. Kurlansky þessi, segir gúgl mér, hefur líka skrifað mikið um mat og svo starfað sem kokkur. Margar uppskriftanna settu mér vatn í munn, sérstaklega undir lok bókarinnar, þegar mér var farið að hugnast þorskur, en það hefur aldrei hent mig áður. Meðal þeirra rétta sem mér leist best á er helst að nefna
Bacalao a lo Comunista; er ég hyggst snæða aðfaranótt byltingarinnar.
Annar þá er það merkilegasta hvernig þorskveiðarnar hafa verið í forgrunni svo gífurlegra byltinga um allan heim eða hvernig Kurlansky tekst að láta þær líta út sem svo.
Þessa bók, Ævisögu þorsksins, hef ég litið margoft, en litið á hana tvisar, meðan ég leitaði að bók að rýna í, Nei! Það er næstum óhugsandi að bók um þorska gæti verið skemmtileg eða virði þess ég læsi hana. Aldrei, hvorki fyrr né síðar, hefur mér verið komið svo á óvart af einni bók. Kurlansky hefur einnig skrifað bók um salt, þá í svipuðum stíl vonandi, og gæti ég vel hugsað mér að grípa í hana. (Auðvitað kom salt mikið við sögu þorsksins, og salt er ekki síður áhugaverðara en þorskurinn.)