Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

laugardagur, desember 03, 2005

 

I got so many patches on my clothes, girl,

a hole in the bottom of my shoes.
Financially, I'm a pauper,
but when it comes to lovin I'm alright.
Alright alright.

Gregory Isaacs - Loving Pauper

'The Tourist' ný EP plata Ray Davies komin í hús, eftir langa pirrandi bið. Raymond valdi einhverja ömurlega netbúllu til að hafa exclusive rétt á að selja hana – kannski ekki Raymond, en einhver tengdur honum samt. Í pakkanum fylgdu þrír diskar: 'Born for a purpose' hans Dr. Alimantado, titillagið er helsta ástæðan, ég hélt það fylgdi á 'Best dressed chicken in town'; 'Dynamite daze' Kevin Coyne frá 1978 og telur ansi gott backing-band; og að lokum 'Extra classic' Gregory Isaacs.

Alimantado platan er, einsog reyndar 'Extra classic', samansafn af singlum, teknum upp um hvippinn og hvappinn, Channel One og Black Ark td. Lög einsog Return of Muhammed Ali og Carless Ethiopians Repent, segja allt sem segja þarf; DJ-arnir á þessum tíma gátu rappað um allt (nema þeir hafa ákveðið grípandi element, sem örfáir rapparar hafa i dag) og það hljómar allt svo merkilegt, urgent, einsog eitthvað sem skiptir máli.

Coyne fer á kostum í ofurnæmri geðveiki sinni að venju, eitthvað vantar samt uppá lagasmíðarnar finnst mér á stundum, textana tek ég ekki fyrir nema eftir gjörhlustun – það væri þó ekki verra ef ég bæri nokkurt skynbragð á tónsmíðum. Hei, að minnsta viðurkenni ég það! Eitt eða tvö lög minna mig soldið á Svantes Viser – það er ekki verra, þau eru þá mest akústísk og án þessa bands sem ég minntist á að ofan.

'Extra classic' er klassík, extra klassík! Þau duga þessi tvö lög, Mr. Cop og Loving Pauper, tónlist verður ekki betri. Jailer Bring Me Water, My Religion, Black A Kill Black! Algjörlega – og ég reyndar þekkti meir en helming laganna – á topp tíu lista allra bestu platna allra tíma.

Ef Gregoy hefði sjálfur samið Loving Pauper, þá ætti hann að fá Nóbel. Ekki fyrir það lag, heldur allt og Loving Pauper. Lagið er samt einsog samið fyrir hann, hans ímynd, fátæki gettó gangster elskhuginn – Cool Ruler, Lonely Lover – og ég hef ekkert heyrt fallegra. Á þessum glænýja disk er lagið mixað þannig að vókallinn er alveg uppí manni, restin bara lekur á eftir honum, rétt rúllar, rétt nennir. En þess vegna er snilld að hafa 'Dub' version af plötunni á eftir henni, Pauper Dub er samt frekar frumstætt – enda efnið á plötunni það gamalt að döbbið varla farið að skríða, líklegast rétt farið að skríða. Ég var að hugsa þegar ég renndi því fyrst í gegn, hvað það væri flott að heyra acappellu af þessu: auðvitað lætur hann það spinna rétt aðeins í döbbinu. Maður á ekki að vera að mæla sig neitt við meistarana, þykjast ita betur.

Ég keypti tvær aðrar DJ plötur í gær í Smekkleysu, en hef varla mikið um þær að segja – ekki enn. Ja, ekki nema að DJ, sem genre, er það sem mér hugnast hvað best um þessar mundir, nætur stundir.

Skarpir ná að ég gleymi að minnast á nýjan Raymond, það er helst til viljandi; ekki vegna slakra gæða eða neins. Ég þykist þurfa að melta betur þennan nýfundna sannleik, það er nú allt og sumt.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]