Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

fimmtudagur, desember 22, 2005

 

Oh you should see my trail of disgrace,-

it's enough to scare the whole human race.
Oh you should see my trail of disgrace,
it's enough to scare the whole human race.

felt - primitive painters

Andleysið er skrúfstykki sem herðir og herðir. Ég kannski brýst úr því nú.

Hvernig gat ég lifað svo lengi án þess að hafa heyrt lagið Primitive Painters með Felt? Ég hef hlustað á það 15 sinnum í dag, það er nákvæmlega 6 mínútur að lengd og reiknaðu nú, snati.

Viðlagið, prentað að ofan, er frábærlega complimentað af Elizabeth Frazer og ég græt. Því það er svo fallegt. Marquee Moon fyrir 9. áratuginn? (Pantaði fjórar Felt plötur áðan) – Ég táraðist reyndar líka í gærkvöldi þegar amazonan kom og ég hlustaði aftur á bæði Fear og Marquee Moon, báðar svo óendanlega fallegar og lýrískar á sinn hátt. Lifemask plata Roy Harper er erfið, hið 22 mínútna Lords Prayer er erfitt – og ég skil ekki bofs í því, Harper var kolruglaður.

Ég nenni ekki Plötutíðindum.

Annars, þá lifi ég. Helgin leið í sama þukli, vikudagarnir með þunnri ísskán og köldu regni; í morgun-myrkrinu tek ég ekki eftir tímanum og leiði hjá mér fólkið sem brunar til vinnu, starfa eftir kúnstarinnar reglum að niðurföllunum: hlusta á gurgl næturinnar hverfa í leiðslurnar, hverfa útí sjó, þagna.

Mig klæjar í hrjúft fleiðrið... svona flæktur í öll þessi net – sem hanga utan á mér einsog skotmark, stórt X; tvö, þrjú spor til baka. Og ég grúfi mig bara í trash rit. [meina: skotmarkið er á kjálkanum, ekki brjóstinu, en þar ber ég vasabiblíu undir skerfara merkinu - "regulators, mound up!"]

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]