Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

mánudagur, desember 26, 2005

 

Past the brazen footlight of the silence easy,

you breath in, you breath out.
You breath in, you breath out, you breath in, you breath out
and you're high on your high flying cloud

van morrison - beside you

Þetta voru hvít jól hjá mér, undu uppá sig með svima og störu og hjartslætti, teygðu sig til uppljómunar, uns þau spruttu, einsog kaðall, í sundur, fleygðu mér hægt á milli þröngra veggjanna. Og ég lá eftir dasaður af látunum, aumur í vöðvum og sál; handjárnaður við fantasíuna. Þegar ég kíki útí skafrenninginn, slaknar á veikindunum og mig þyrstir aftur í vinsælt faðmlag; það er kalt þarna úti, en það hefur aldrei litið eins heitt út...

Ég þoli ekki raunveruleikann, fólk sem tjáir sig raunverulega, einsog það skipti einhverju. Orðkynngi og ímyndun er það eina sem heillar mig, það skiptir engu. Haglél sem enginn sér fyrir hlátrasköllum dunar í eyrum Bláskjás, prinsins sem átti ekkert gott skilið; veisla ræningjanna fer ofur vel fram, en engan færðu sleikjóinn.

Ég ferst ef bjöllurnar hætta ekki, Rósa!

Ég var að reykja skástu stubbana úr öskubakkanum, það er heljarinnar athöfn, að kafa svona í leifarnar eftir gömlum tíma – eða þannig. Það snjóar nóg hérna inni og ég er of ber fyrir krapið og flygsurnar þarna úti. En ég er hræddastur við asahláku.

Sólarhringsbúllan selur tóbak og ég gekk þangað vímaður. Í of/upp/lýstu tómi fyrir tilvistarpælingar, samþykki ég skilmálana og viðurkenni tapið: ég vil enga kvittun fyrir þessari tilveru frá þér! En ég ætla ekki leggjast fyrir í dauðamóki á egg uppgötvunarinnar, ég á það inni að skilja hana örlítið. Samþykkið er ekki frestur. Afgreiðslustúlkan ekki sú sem dæmir mig heldur. Stutt leiðin heim er gráhéluð, en ég veit að ég gekk hægt brakandi vínjörðina eftir spegilmynd bernsku minnar heim á leið að hverfa undir jökulhellu þess forherta.

Í vökinni veit ég ekki af hlákunni og regninu: í ofgnótt ömurleikans finn ég ekki fyrir neinni þörf.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]