Picture this freezing cold weather
You got clouds on your lids and you'd be on the skids
If it weren't for your job at the garageBlondie - Picture This
Hinn árlegi* Nýársmixdiskur er tilbúinn:
1. Dr. Alimantado - Poison Flour
DJ reggí. Allt sem kvótar Marcus Garvey er passlega ó-PC fyrir hátíðirnar.
2. Gregory Isaacs - Loving Pauper
Lag sem ég hef vælt um hér, eitt af mínum uppáhalds. Ég tek sérstaklega til mín þennan fátæktarvæl, segi ég og blæði í rándýrar bækur handa mér alls óskyldum með sætt bros á vör.
3. James Carr - Life Turned Her That Way
Svokallað Suðurríkja soul. Carr hefur næstum jafn djúpa rödd og Paul Robeson! Textinn frábær.
4. Them - It's All Over Now, Baby
Topp fimm. Dylan kover.
5. Kevin Ayers - Eleanor's Cake (Which Ate Her)
Rólegt og fallegt, en álíka geðveikt og Barrett. Var upprunalegi bassaleikari Soft Machine.
6. Any Trouble - Nice Girls
Pantaði og fékk um daginn Girls Are Always Right: The Stiff Years með Any Trouble. Söngvarinn er ljótari útgáfa af Elvis Costello, en er alveg jafn góður - þegar hann hittir á það og það gerir hann hér.
7. Felt - Primitive Painters
Sjá neðar.
8. Four Tops - Walk Away Renee
9. Billy Bragg - Walk Away Renee (version)
Klassískt Left Banke lagið - eða Þó Líði Ár Og Öld - er hér í tveim sérstaklega ólíkum búningum, annar er Motown en hinn ljóðrænt gítarplokk og varla sama lagið. Billy Bragg á einnig flott lag sem heitir Levi Stubbs' Tears, en sá er aðalsöngvari Four Tops. Þetta tengist allt, sko.
10. Timebox - Beggin'
Þekki þetta band ekki að neinu nema þessu lagi. En frábært lag.
11. Peppermint Rainbow - Will You Be Staying After Sunday?
Eitt af lögunum sem Cleveland-Steve hefur kynnt mig fyrir, mjög grípandi en álíka pirrandi að sama skapi.
12. Tim Hardin - Don't Make Promises
Hardin, hvers frægasta lag er If I Were A Carpenter, leggur okkur lífsreglurnar, þykist poet og feikar það langtframmá nótt, vinnur engan Nóbel en grætur fíknina...
13. Richard Hell & the Voidoids - Time
Ég reyndi einu sinni að þýða textann en komst ekki lengra en "Aftur og aftur..." Í ritgerð um textann útskýrir Hell pælingarnar, ver rímið; vitnar í Borges... og tíminn verður að kartún, aftur og aftur!
14. Fairport Convention - Farewell, Farewell
Eftir Richard Thompson, Sandy Denny syngur.
15. Beverly Ann - He's Coming Home
7" af þessu fer á 60 pund - hún er líka sætari en flestar... Tobbi, þú fékkst þetta aldrei á disk, var lagið ekki bara á mix-teipinu í vinnunni?
16. Kinks - This Is Where I Belong
B-hlið! Þetta var b-hlið, [ef] gæði popphljómsveita eru mæld í b-hliðum; þá ynni Raymond alla peningana, gæti ekki litið upp fyrir þyngdinni.
17. John Cale - You Know More Than I Know
Fallegt. En það er satt, þú veist það. - Hafði sömu áhrif og Felt lagið, þegar ég heyrði það fyrst, ég var algjörlega dáleiddur, spilaði það margoft í röð, aftur og aftur...
18. Brian Eno - Here By This River
sitjum við og tölum ekki neitt.
tími: 56:07
---
*Árlegi að því leiti að Tobbi, Þorbjörn (eða Indriði?), fékk eintak í fyrra, eintakið sem ég smíðaði til að hlýja mér á leiðinni á göngudeildina, til að mýkja útkomuna úr geðveikinni, veikja og draga úr orðum hjúkkunnar.
Ó, árlega ástand, enn hittumst við!
Hnippið í mig á förnum vegi, ég verð með eintak á mér.
>