Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

föstudagur, desember 16, 2005

 

'Yonder stands your orphan with his gun,

crying like a fire in the sun.
Baby Blue

Tíminn sem leið frá því að ég var ekki lengur tvíhöfða skrýmsl og þangað til ég fór að skála, var langur, kaldur; skrýtið hvernig nístings kuldinn virðist brenna eyrun... Ég tók tvo taxa í dag, stuttar leiðir reyndar báðar, annan tók ég um blámorguninn því ég var orðinn alltof seinn í afhausunina og hinn því eyrun brunnu svo.

Allt sem ég keypti svo á brunagadds-Laugaveginum passaði í einn poka, allt nema þessir átta kaffibollar.



Í Bókavörðunni, hjá Braga, átti ég ágætt spjall um Steinar Sigurjóns og keypti Skipin Sigla eftir Bugða Beygluson og svo líka Brjef Benedict Gröndals – þó það séu mest sömu bréf og í mínu fína ritsafni, þá eru að auki nokkur önnur, ma ljóðabréf til Gröndals frá Jóhanni Sigurjónsyni! Það þótti, og þykir mér gaman, þó mínir fundir jafnist varla á við Arngríms um daginn. En það var líka luck of the Irish, eða eitthvað!



Ég slútta þessu hér, ég er farinn út, farinn að finna eldflugur í nóttinni, brúnaljósin brúnu og skuggann af brosviprum... kannski hafa orðastað eða svo við einhvern sem meikar – þetta...

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]