Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

mánudagur, desember 05, 2005

 

You can't picture love that you took from me,

when we were young and the world was free.
Pictures of things as they used to be,
don't show me no more, please.


Hér er ég.

En hvar, þessi með geipilega brosið eða góðu klippinguna? Þessi bakvið hinn? Einn af þessum litlu sem teygðist svo úr? Skásettu augun og háa ennið? Þessi í neon grænu buxunum með bleiku kinnarnar?

Ég hitti aðra af tvíburunum í kjörbúð í dag, ég þorði ekki að líta á nafnspjaldið. Flóttalegt augnaráðið, en samt svo starandi í ásökun sinni, skarst inní mig; ef afskiptaleysi væri glæpur, þá værum við öll á leiðinni í gálgann. Svo kem ég heim og sé þessa mynd? Það er kalt hérna inni og þetta fer allt, allt í kjallarann.

Litrófið fyrir þessum sjö viðburðaríku árum, var svo, ó svo, breitt. En þó: fólk týnist og “I bet you're fat and married and you're always home in bed by half-past eight/ and if I talked about the old times, you'd get bored and you'd have nothing more to say!” – fólk týnist en minningar af fólki, þær lifa.

Verst ég man minnst af sjálfum mér.

Nostalgía, svona alvöru nostalgía, það er held ég besta móteitrið við nostalgíu. Mig langar ekki og ég á nóg fyrir sjálfan mig. Samt mun ég spila Schoolboy's In Disgrace á hæsta styrk áfram og syngja með, bara vegna listrænu tilburðanna, vegna þess sem ég á – að muna, það er að gleyma, að hugsa er að vera veikur; ég stansa við meðan ég syng, man til að gleyma.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]