Tilkynni að mér líður vel. Hvernig líður þér? Afhýddu laukinn og sjóddu kartöflurnar á meðan ég er í burtu. Kannski fáum við fisk í matinn.
Sendi þér koss, þinn vinur, Björn."Bréf til Tígrisdýrsins e. Janosch
Stórtónleikana mætti ég á og barði ýmsa augum. Ýmislegt hafði ég að athuga við konsertinn, til að mynda hefði mátt kynna hljómsveitirnar á svið, ekki láta fólk þurfa að annaðhvort vita eða þá giska bara á hvaða band var hvað. En það er nú tittlingaskítur, miðað við að þegar seinasta auglýsta atriðið kláraði, sem var Egó og hinn sérlega fyndni Bubbi, þá var hurðunum að salnum hrundið upp og ljósin kveikt! Allir út! Og allir fóru út. Frekar mikið anti-klæmax fannst mér, sem þó flýtti mér heim að jafna út timburmennina sem sóttu á mig vegna áfengissöluleysis á tónleikunum. En það var að minnsta mitt klúður, ég hefði getað sagt mér þetta sjálfur. Eða smyglað einhverju inn.
Það var sérlega gaman að hitta þarna fyrir menn á borð Tobba og Mumma sem ég hef hvorugan varla séð síðan í sumar sem leið. Þeir eru hið fínasta fólk. Það er ekki hægt að segja það um alla. Einnig tók ég í hendina á
Vésteini, sem stóð sína pligt við bás af einhverri sort, en það er alltaf gaman.
Ég held að málsstaðnum hafi bara verið sómi gerður, með þessu athæfi. Það er helvíti flott ef allir þarna eru á "okkar" bandi, þó að það litu ekki allir út fyrir það. Það fór samt voða lítið fyrir ádeilu eða áróðri á sviðinu að ég tók eftir, utan slides mynda af fyrirhuguðum virkjunarstæðum og allskonar "staðreyndum" sem maður bara verður að gútera, meðan beðið var eftir næsta atriði.
---
Á laugardag datt ég niður á tombólu hjá þrem litlum stelpum, ég náði ekki að grípa tilefnið, hvort það væri fyrir til dæmis Rauða Krossinn eða bara þær sjálfar; öll athygli mín beindist að appelsínugulum dýrgrip merktum með tölustafnum 9 á litlum pappirsmiða, bókina Bréf til Tígrisdýrsins eftir Janosch. Svo ég keypti af stúlkunum miða á 150 krónur í von um góða vinninginn. Ég dró 13. Sá miði var á lítilli bók, Umferð fyrir börnin eða eitthvað álíka, ekki spennandi, ég ætlaði að bera harm minn í hljóði og hverfa á braut, en þær virðast sjá vonbrigðin í augum mínum og segja þá að það megi skipta!
Ég býð bókina til baka fyrir Bréfið og allt klinkið í veskinu mínu; ég verð samt að viðurkenna að það var helst til lítið, en eitthvað þó. Boðinu var tekið.
Nú er ég með mitt eigið eintak, liklegast nagað af hundi og með smá vaxlitakroti á spássíum. Þegar systir mín vex uppúr gömlu bókunum mínum mun næla mér í Ferðina til Panama, þó hún sé ekki mín, heldur af lager Svarts á Hvítu sem Stóri G. flutti til okkar mömmu úr útgáfustarfi sínu þar. En Ferðin til Panama er ein sú besta bók sem ég veit um í heiminum.
Bréfið sem birtist að ofan, það barst ekki hinu blekkosslausa Tígrisdýri fyrr en undr kvöld, og þá í fylgd Björnsins, bréfritarans og það vakti litla Tígrisdýrinu enga gleði: það kom bara alltof seint. Þá fann Björninn upp á póstkerfið fyrir skóginn þeirra, eða dobblaði að minnsta kosti Hérann á hlaupaskónum til að skutla til einmana Tígrisdýrsins.
Björninn og Tígrisdýrið fá hugheilar ástarkveðjur kveðjur frá mér. Þið voruð bestir strákar!
Svo vona ég líka að stelpurnar hafi ekki gleymt að fiska níuna úr skókassanum.
>