it's coming like a train.
Every time I believe,
it starts bearing down.
Leaves nothing to say.tindersticks – chilitetime
Óþolandi að hafa engin tök á framvindunni. Annaðhvort vil ég lesa eða lýsa því sjálfur sem gerist. Eða láta lesa fyrir mig.
Að ræða við mig er einsog að finna til, held ég. Þegjum. Ég býð sætan drykk og þögn.
Ég á ekkert nema kaf, órakafið. –
Djúpið sem framkallar eintómar strendur. Ég þarf að vakna enn fastar en ég gerði mér nokkurn tíma jafn ljóst; rúmbakaðann óttann flyt ég svo óraóra svefndrukkinn, langt, langt, út fyrir aftasta sjúklinginn, ég er rangstæður í tilverunni: sókn tilverunnar strandar á mér.
Í nálarstungnu kvöldinu.
>