Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

miðvikudagur, janúar 04, 2006

 

Nei nei nei.

Óli þú segir ekki neitt. Þú rukkar mig ekki einu sinni um höfuðhöggið sem ég lofaði að þú fengir greitt í dag. Er Garðar bara svifdreki einhers staðar þarna í blámanum, ósýnilegur jafnvel þó maður noti kíki spyr ég á leiðinni niður tröppurnar.

Ég hleyp upp nýbónaðann stigann, framhjá leigjandanum í hlýrabolnum sem er nú búinn að raka sig, gegnum dyrnar og inní herbergið. Lykillinn skelfur í höndunum á meðan ég reyni að læsa hurðinni á herberginu...

Ég sem hélt að litlir strákar gætu ekki dáið.

Riddarar hringstigans e. Einar Má

[Síðan í gær vel að merkja]

Milli jóla og nýárs var ég að kíkja í Riddarana, endurvekja kynnin, en ég lagði hana frá mér þegar það kom að loka kaflanum. Ég gat ekki lesið hann, vissi hvernig fór. Sneri mér að þorskunum. Samt kallaði kjölurinn á mig, leitaði á mig, ég varð líka hitta þessa tilfiningu aftur. Og ég táraðist líka aftur. Einsog ég hef alltaf gert, mér finnst þetta óendanlega sorglegt. Sjónarhorn Jóhanns Péturssonar veldur því held ég; hann er mín uppáhalds sögupersóna. Ever.

Í fyrrinótt las ég svo aftur Bítlaávarpið. Hún er fyndin, sæt og auðlesin, en ekki merkilegur pappír, ég hef áður – um síðustu jól – rökstutt þá skoðun mína að hún sé ekki nema demó eða b-hliða safn frá hinum bókunum. Bootleggur sem aðdáendur kaupa af stöllum í Camden. En hnífurinn stendur þannig að ég er aðdáandi, og fagnaði blaðsíðunum þegar þær komu út, og fagna þeim enn. Ég hafði gaman að henni og hló upphátt. Jóhann Péturson er dauður, húrra húrra.

Þá sömu nótt las ég svo líka aftur Sólskinsfólkið (að langmestu leiti, ég sleppti leiðinlegustu köflunum (þeim sem ég mundi eftir) – sem mér finnst alltaf endilega að heiti Sólskinbörnin. Ég sýndi henni ekki þá virðingu að vera með hugann við lesturinn, en hvíldi augun frekar á klukkunni sem skreið svo hægt í vekjara ópið og tilheyrandi atvinnustand. Mér finnst hún leiðinleg og óskiljanleg.

Núna var ég að byrja á Hvalnum, einsog hann er kallaður hér heima, og held ég hafi aldrei fundið jafn vel fyrir göldrum ritlistarinnar, ég er læstur í frásögninni. Það er ákveðið kikk að hefja lestur á svona doðranti og finna strax fyrir ánægju með lesturinn: Ég gleðst þegar ég lít þessar 500 síður sem ég á eftir!

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]