Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

sunnudagur, janúar 22, 2006

 

og hér eru líka rökkurstræti sem margt gefa í skyn og brosa, og aldrei

vita nema þaðan megi stíga á skipsfjöl og halda til glataðra eyja,
ég tala um stjörnurnar yfir svölum háhýsanna og um setningarnar óræðu sem þær skrifa á steinhvolf himins,
ég tala um óvænta skúr sem lemur á gluggum og lítillækkar trjálundina, styttir upp eftir tuttugu og fimm mínútur með rofi í bláma og sólstöfum, gufu sem leggur upp af malbikinu, glömpum af bílum, og um poll þar sem sigla spegilbátar,
ég tala um flökkuský á himni, um mjóróma tónlist sem lýsir upp íbúð á fimmtu hæð og um hláturklið um miðja nótt eins og vatn sem rennur um nætur og grös fjarri,
[...]
úr Ég tala um borgina e. Octavio Paz

Frómt bið ég ykkur að afsaka vælinn að neðan, ég hef ekki verið í jafnvægi eða stuði. Ég kann ekki við ástandið sem ég skapa mér stundum.

Ljóðið sem brotið er úr, finnst mér geðveikt. Andvökuræða Paz er ást og hatur, hnýtt botnlausri ímyndun og hlýjum andvara takti. Ég veit ekki einu sinni hvaða borg er verið að tala um, en finnst ég þekkja hana, ég hef skoðun á henni (tel reyndar að það sé nú bara Mexíkóborg). En það eru galdrar þegar ímyndun og óþekkt hugarflug grípur mann, forréttindi sem manni eru veitt. Takk skapari. Reyndar var ekkert annað eftir Paz sem heillaði mig í þessum litla sampler sem kom einhverntíman út hjá Bjarti, hann er þó nóbelskáld svo ég ætla að renna aftur hin ljóðin og prósana.

Mitt eigið rauðvínsblásna Ég tala um borgina, veit ég ekki hvort stenst skoðun nú í dag. En ég ætla að sjá til. Þessi þúsund orð minna minnst á Paz, meira á geggjaða einveruna í heitum kolli; en það smá fangar borgina, borgina sem ég finn alltaf fyrir. En kannski er það ekki almennt, þetta er svo alþjóðavætt í dag, þetta unga fólk! Mér er sama, ég skrifa fyrir mig.

En, æ, hve ódæði næturinnar fylgja manni langt inní dimman daginn... það stirnir á eitthvað takmark, bráðum kemur það í ljós. Það hringlar í nýtninni. Og veltingurinn sjálfskapaði flýr mig fyrir eintóm.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]