Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

fimmtudagur, janúar 19, 2006

 

The reason I am stupid,

is because I read you every day.
You misquote all of the true things
because they rub you the wrong way.

kinks – mr. reporter

eða

Gee, but it's hard when one lowers his guard
to the Vultures!

steve harley & cockney rebel – tumbling down

Dauðalegur og starandi, segir Gröndal. “Allt það spilandi líf, sem er í andlitinu (að minnsta kosti mér, sem aldrei get setið kyrr), eyðileggst, og maður verður svo dauðalegur og starandi.”

Ég minnist þess ekki að hafa verið svona paranoid í lengri tíma; sem betur fer leita þessir gömlu óvinir að Traustasyni. – Draumur sem rættist ekki. En gallinn(?) var laglegur og stóð undir væntingum!

Verst finnst mér þó að skotið mitt á Bítlana hafi ekki fengið náð fyrir augum þeirra sem klippa og skera. Það sannar samt þá kenningu að Bítlarnir séu ósnertanlegir, nánast guðlegir í augum pressunnar, pressunnar sem heldur uppi lyginni um ógurlegt mikilfengi og gæði þeirra, framleiðir eftirspurnina; þeir selja. En þeir eru stikkfrí, helgir.

Allt sem ég stend fyrir er mengað, ég hef opinberað mig. Opinberað mig sem frík. Útúr kjallaranum í einhverja ógeðslega birtu sem ég þoli ekki að láta skoða mig í. Þessi hugsjón varð kannski í hausnum á mér stundum að krossferð, en mér fer betur að þegja. (Og Raymond var skotinn í lærið, ekki mjöðmina, en ég er sauður, ég sem þoli ekki þegar fólk fer rangt með; og það var 2004 sem hann var skotinn og við Arna vorum í London en ekki 03. Ég er fífl.)

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]