Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

laugardagur, janúar 14, 2006

 

Seven brothers on their way from Avalon,

seven sisters shooting skyways for the sun!
You always said to me, Don't walk the straightest line.
I took heed of that 'till you said
that the sun will never shine....

felt - rain of crystal spires

Hæ,


fékk sendingu að utan, sex plötur. Þrjár af Felt plötunum fjórum sem ég pantaði um daginn, Ignite The Seven Cannons, The Splendour Of Fear og Forever Breathes The Lonely Word. Þær hafa allar eitthvað feitt að færa, en sú síðastnefnda grípur mig mest við fyrstu hlustanir. Tom Verlaine lyktin af söng og textum Lawrence er mjög góð, ég gæti lyktað það af fleiru, það væri gott mál. Tvær Richard Hawlay plötur, Lowedges og Late Night Final; hann er í sérstöku uppáhaldi hjá mér, hrjúf röddin og róleg lögin, gamaldags útsetningar og hljóðheimur. Mér finnst þær báðar fínar, en mun eyða með þeim meiri tíma í kvöld. Enda kvöldlegar í eðli sínu.

Loks fékk ég Breathlessy Brett, einustu sóló pötu Brett Smiley, Jobriath týpu frá Kanalandi. Hún er tekin upp sjötíuogþrjú en kom ekki út fyrren fyrir tveim árum. Pródúseruð af Andrew Loog Oldham með faux Spector sándi, hið besta mál: ég las um karakterinn, sá mynd af honum og pantaði, vissi að þetta væri fyrir mig. Og hún er góð, fín blanda af koverum og frumsömdum lögum. Smiley átti að vera einskonar pin-up, unisex mix af Bowie og Bolan, það verður heldur ekki litið framhjá því að hann var helvíti laglegur. Hápunktar: 'I can't help myself/ Over the rainbow' blandan; hálf hvísluð og sexí, Wall of Sound útgáfan af 'I want to hold your hand'; 'Queen of hearts' og loks 'Va Va Va Voom' með Steve Marriott, úr Small Faces, á gítar. Gott stöff.

Annoyingly enough, þá fylgdu ekki með sendingunni Night Nurse-plata Gregory Isaac og ein Felt plata, The Strange Idols Pattern And Other Short Stories. – Ég elska þessa titla hjá Felt.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]