Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

sunnudagur, janúar 15, 2006

 

So many times I stopped myself from doing things,

so many times I was the one who grounded myself
and clipped my wings, (You shouldn't do that!)
clipped my wings, (You shouldn't do that!)
I clipped my wings... (You shouldn't do that!)

donovan – new years resovolution [klikk thrú link]

Ég býð ykkur Dónóvan, loks tilbúinn á tæku formi; jújú, nýársbyltan er löngu afstaðin, en ekki tjúnið, ekki orðið og strömmið – ekki ástin sem hann færir ykkur í minn stað. – Starostin, af öllum krítikerum, hittir á að, þetta lag sé hið einasta hvar klisjað blóma like/bike rímið virkar, að það er hjartnæmt, ekki 'trite', bara fallegt, satt. Í falsettu. Í takt. Í rave-uppinu.

En, heyr! nú: syntu í faðmi nýrrar og nýrrar opnu, farðu á háværari slóðir, syngdu þér ókannað næmi; fokkaðu áliti og fortíð, þú átt ekkert, áttir aldrei það sem þú hélst; fæddu nýjan vin, sjáðu um vindsveiptar svalir og hlýfðu eggi, fægðu ást, sendu ör; breytan er langlífari en þú, taktu þáttari þátt en þátt, finndu hvað það líður; berðu ást mína sem kórónu. Farðu á hjólið þitt og pedalaðu einsog þú vilt, þangað og hingað, afturtilbaka. – Við erum ekkert sem sitjum og fylgumst með. Byltingin er farin með þér, ef þú gerir einsog þú vilt helst, einsog þú þarft með til að vera. Gerðu eitthvað sem þú hefur aldrei gert. - Ég á ekki orð. Einsog hvellur.

[Takk fyrir það liðna; ekkert annað getur nokkurn tíma geymt þig..]

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]