Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

 

6. Af einum ungum manni.

Einn kristinn ungur maður kom til fundar við Andream postula og bað hann heyra sína nauðsyn. Postulinn gekk með honum frá öðrum mönnum, og sem þeir voru tveir samt sagði hinn ungi maður: 'Móðir mín hefur tapað við mig móðurlegri ást; sakir þess að henni sýnist eg svo fagur, þá lystir hana til mín og biður mig að leggjast með sér, en eg vildi það með öngu móti. Þar fyrir varð hún mér reið og hrópaði mig fyrir dómanda og sagði honum að eg vildi svo fyrirdæmdan glæp gera með henni, og er nú stefnudagur kominn, er dómarinn hefir ákveðið að þetta mál skuli prófað fyrir honum. En hvað sem móðir mín segir, þá mun eg fyrri þegja en bera nökkura hluti á móður mína, og því bið eg þig, guðs postuli, að þú hjálpir mér svo að eigi deyja eg fyrir þessa álygi.'

Nú sem ungi maður var til stefnu kallaður, fylgdi honum Andreas postuli. Sem þeir komu fyrir dómarann var móðir hans þar fyrir og hrópaði hann fyrir fyrrnefnda óhæfu. Dómarinn spurði sveininn ef það væri satt er hún sagði. Ungi maðurinn svaraði öngu.

Þá mælti hinn helgi Andreas postuli við móður hans: 'Þú hin grimma kona! Hví skammast þú þín eigi að biðja syni þínum dauða fyrir þína eiginlega illsku?'

Þá snerist hún til dómarans og mælti: 'Vit það, herra minn, að síðan son minn hlýddi fortölum þessa manns, þá hefir hann jafnan staðfastur verið í sinni illsku til mín.' En dómarinn hugði það satt vera er hún sagði og bauð mönnum sínum að taka sveininn og binda í einum bikuðum sekk og kasta honum fram í eina djúpa á, en Andream postula bað hann setja í myrkvastofu meðan hann hugsaði honum pínu til dauða. Sem Andreas postuli heyrði þetta, féll hann á kné og bað til guðs. Þá kom ógurlegur landskjálfti og reiðarþrumur og eldingar, og féllu allir til jarðar, en þá vondu konu sló elding, svo að hennar beið ekkert utan ösku, en dómarinn og allir aðrir báðu postulann hjálpa sér. Hann bað fyrir þeim til guðs, og leið síðan sú ógn af. Síðan tók dómarinn skírn og rétta trú af Andream postula, og fólk er við var þenna atburð lofaði guð fyrir predikan Andree postula.

úr Sögur úr Skarðsbók
bls. 73 (slegið inn einsog stendur)

Veit ekki hvort þetta er í bi[b]líunni (einsog mér leiðist svona bull!), líklegast ekki. Þessar postulasögur eru jafnvel lygilegri en hitt, sem þar er fært til bókar. Skarðsbók er úr Katólskum sið skilst mér. Þetta að ofan er nú bara einsog brandari, brandari með fáránlegu punch-line i.

[Jújú, þetta er ekkert í stóru bókunum, flest samið af einhverjum Hómerum síðarmeir. Spurning um að lesa formálann! - Annars var ég að lesa einn þátt hvar helvítið hann Júdas er í fjöri, og kýs sinn guð og hans son, og bjargar sálum og hverju sem vera vill frá skurðgoðadýrkendum! Spurning hvort falshöfundarnir hefðu samt ekki mátt hafa Júdas hangandi dauðan. Mér er meinilla við þetta, og skiljanlegt að þessi ritræpa sé næsta ólesin í glersölum tímans, óútsnert kámi og hrein. Áfram siðaskipti!

En ég, ég sekk mér oní það.]

Ég hef gaman að, að lesa þetta, vona bara að það sannist þó ekki hið fornkveðna, að He who fucks nuns, will later join the church.

Þessu tengt, sá í bæklingi að Megas muni flytja eitthvað af passíusálmunum sínum og Hallgríms, í samnefndri kirkju þess síðasttalda, á laugardag, uppúr fimm. Mig langar soldið að sjá það.

Er þá einn ekki samt farinn umof þá að snerta á nunnum, eða hvað?

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]