"It's over for us, to tell you the truth.
And my new man is a vegetarian;
he laughs a lot, not like you." Á! Og:
"Now you can mix in those swinging circles,
single bars and gay cafés.
With pickup lines to impress young schoolgirls
and big Australian barmaids."ray davies – all she wrote
Ágætis smiður á stöðinni færði mér nýju plötuna hans Raymonds glóðheita frá Englandi að gjöf. Ég heimtaði auðvitað að borga, en það var ekki tekið í mál, sem mér finnst verra því ég leyfði honum eftir hans heimtingu að borga þegar ég pantaði fyrir okkur EP-ið sem kom út í haust, en það ætlaði ég að gefa honum. Kannski hefði ég átt að heimta enn meir; þetta er helvíti strembið: hversu langt á maður að ganga í þessu, hvenær maður á að gefa eftir og það. Fokk, ég kann það amk ekki. En honum samt góðar þakkir.
Platan byrjar vel og drabbast svo niður í algera meðalmennsku – það var svosem viðbúið, ég fagna þessum góðu, gleymi hinu – en felu lagið kippir henni aftur upp. Stúdíó útgáfan af Stand-up Comic feilar illa – Jane Street live upptakan með Yo La Tengo hefði heldur átt að hanga inni.
Röddin er frábær, hann syngur betur með aldrinum, phrase-ar betur finnst mér líka.
Hefði ég græjur, eða forrit, til að breyta þessu í mp3, gæfi ég tóndæmi. En þau hef ég ekki.
En versin að ofan... Nú er helvítis kallinn farinn að gera grín að mér! Það er vitað, einsog sést hefur, að ég hefi lifað mig inní sögurnar og aðstæðurnar sem hann hefur skapað, eða frekar, skapað mér aðstæðurnar sem hann lýsir. En þetta er nýtt lag! Reyndar tekið upp 2002, einsog megnið af plötunni. Sem þá þýðir að ég... óútgefið... samt... fokk... Hvað er verið að gera mér? Nostradamus, Truman show... vænisýki?
Annars þá er ég laus við að húka á þessu hæli, á þessu mergsjúgandi landi þegar meistararnir á þessu ísalandi verða tveir, R.D.D. og M.Þ.J., því ég verð með eðalkærustuparinu Sigga T og Kötlu í Stokkhólmi, svo munum við tveir sjá Raymond í Cirkus (hvar mér skilst að sé rauða herbergið hans Strindberg, sem ég þá auðvitað dembi mér í að lesa).
Sem ég fagna, því hvert tækifæri til að sleppa sjálfselsku fylleríi er mér kært. Þessa dagana. Og vinna á morgun:
Værukært karíókí um helgina.
>