Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

mánudagur, febrúar 20, 2006

 

And they'll talk to you while you're in trances,

and you'll visualize not taking any chances,
but meet them halfway with love, peace and persuasion
and expect them to rise for the occasion.
Don't it gratify when you see it materialize,
right in front of your eyes,
thaaaa-aat surprise.

van morrison – glad tidings

Sit, jafna mig;
uppi, það er heimilislegra, þar ekki einsog það hafi kviknað í kartoni. Hef verið að horfa á flækjuna á gatnamótunum Skipholt, Háaleitisbraut, það er fallegt þegar það greiðist úr henni, spái í öllu hinu fólkinu sem bíður. Stundum eru þetta langar raðir, en svo lít ég aftur og þá er enginn, kannski ein lítil stelpa (einsog núna – en ekki lengur).

Einu sinni lét ég einhvern segja að það væri hræðilegt að sjá lítil börn með skólatöskur á bakinu ganga ofurhægt heim úr skólanum, það hlyti eitthvað að vera að. Krakkana sem horfa stöðugt niður fyrir sig, sparka í steina, snúa sér við og stansa, taka um greinar sem liggja á jörðinni, rífa laufblöð eitt í einu, skoða kött, hverfa fyrir horn, birtast, rölta, hverfa fyrir horn. Minnir það hafa verið konu á óræðum aldri sem mér leiddist heldur. Ég er samt ekki sammála því sjálfur, það er heldur grunnt. Skiljanlegt, ég skil það; mér er minnsstæð sagan sem Sigga Jóna las fyrir okkur í myndmennt, um strákinn sem átti einskonar tímareim og rankaði við sér gamall maður á bekk, hann hafði spólað yfir allt.

(Ég lærði ekki að lesa fyrren ég gerði mér grein fyrir því að ég gæti sjálfur lesið sögurnar sem voru lesnar fyrir mann. Það var ekki hamrað nóg á því, maður átti bara að læra að lesa, mig vantaði kveikju. Að sama skapi fékk ég enga slíka uppljómum varðandi tölustafi, enda get ég varla lagt saman eða dregið frá ennþá. Hvað þá allt hitt.)

Á svölunum, í steyptum garði, sit ég á hækjum mér og það hverfur, og ég reyki en ég heyri. Og bíð eftir árekstri – ég er vissum að það myndi losa um spennuna: þagga niður í þessum helvítis hávaða. (Á morgun er 100-dagurinn í skólanum hjá systur minni, hún situr hérna með mér og telur steina. Hún telur upp, ekki niður, það væri ekki góðsviti heldur.)

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]