Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

 

And when, at last,

you do come wandering home to me,
I might look at you,
but it'll be through the weeks between.

john martyn – back to stay

Janúar leið og ég varð foxríkur á augabragði; ó heilaga afturvirkni! Spreða auðvitað í misgáfulega neyslu, sem er minn vani, ég er vanafastur þannig – ekki að ég þurfi að vera neitt loðinn til að splæsa í plötu eða bók. Keypti safnplötu með Gordon Lightfoot, en ekki þá sem ég hélt að ég héldi á, mig langaði í þá sem hafði I'm Not Saying lagið góða, sem ég er svo hrifinn af í flutningi Nico (af Immediate samplernum, hún gaf út eina smáskífu pre-Velvet hjá Loog Oldham og þeim, mjög góð), en það eru samt nokkrir stórsmellir en svo mjög slöpp seinni lög. Ég hallast líka frekar af ensku fólki nú, frekar en amerísku (og breytir engu þó Lightfoot sé Kanadi, helvítis heimsálfan öll er fjós og þá sami flórinn að stíga í) (fólk=folk).

London Conversation, fyrsta plata John Martyn, hefur hinsvegar átt hug minn allann. Minnir á Pink Moon, en kom út '67! Og Martyn bara átján ára. Pikkið er líkt, en Martyn hefur bjartari rödd, fallegri jafnvel. Eitt besta lagið er reyndar sagt vera um Drake, Sandy Grey. Það er eftir ameríkanska stelpu sem var að hrjúfra sig eitthvað uppað honum í Aix, þeirri frægu ferð, en þá var hann bara strákur reyndar, eða unglingur. Fallegt lag og texti; kannast ekkert meir til stúlkunnar, en hún fór svo á puttanum til London og hékk með Martyn. Drake og Martyn urðu svo síðar vinir, enda báðir á Island, – það er reyndar merkilegt, ef satt er, að John Martyn hafi verið fyrsti hvítinginn sem plantekrueigendasonurinn og reggí-exportarinn Chris Blackwell signaði. Island gáfu svo út Jethro Tull, Roxy Music, Sparks, Fairport, og svo síðar Julian Cope, Pulp, og fleiri og fleiri. Auk Bob Marley, Linton Kwesi Johnson og ýmissa annara reggíista. Martyn þannig braut einhverskonar blað, amk má minnast hans fyrir þetta.

Opnunarlagið greip mig strax, Fairy Tale Lullaby, en eftir plús30 hlustanir á Back To Stay, get ég örugglega sagt að það sé eitt það fallegasta sem ég hefi nokkurn tíma reynt. Teymt. Heyrt.
--

Axlabönd og nýjan frakka hjá Guðsteini. Verst er að ég finn ekki Farðu burt skuggi, mig langaði svo að kvóta í Hansa í henni, þegar hann kaupir frakkann og þarf að fara á Hótel Selfoss til að venjast honum. Hann gat ekki látið sjá sig í ofnýjum jakka, hvað myndi fólk halda!

Það má svo ímynda sér hvað gerist þegar hann kaupir sér hatt.
--

Og dýrum dómi keypti ég Skammir (undirtitill: Sem menn hafa alltaf biðið[sic] eftir) eftir Skugga. Þar hyggst hann skamma alla íslendinga fyrir ládeyðuhátt og semenntsku í menningarmálum! Spennó.

Athugasemd eitt: Undir hástöfum tiltilsins á forsíðu er mynd af íslenskum hundi, rólegum, sitjandi pent í týpísku móflæmi landsins. Örugglega hundi “skáldsins”, ég get ekki ímyndað mér annað, þetta dýr er fáránlegt undir þessum titli.

Svo er skjaldarmerki Kölska auðvitað á baksíðu; það virkar eiginlega á mann sem einskonar innsigli Skugga sjálfs. En hann líklegast leit á sig sem disciple Kölska – eða Kolskeggs Ýrberasonar frá Krýsuvík– hér á landi og tíma.

Brísinga-, krísinga-, prísingamen... Gaman, gaman.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]