Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

mánudagur, febrúar 13, 2006

 

Just a simple song, but, god, I love it,

embedded in me, so bittersweet,
I am addicted, I'm a melancholic.
Sing it again, I'll be your friend forever.

boo radleys – Jimmy Webb is god

Óska þess ég ætti það sem hefur strokast út. Hvert hef ég sent það?

Ég treð alltaf ruslapokann svo út, að það kemst ekki innum lúguna nema með lagni, og stíflar svo rennuna. Dósirnar gnísta og aska rennur útum gat. Ég er einn.

Hvenær er það sem maður fer að læra af reynslunni, einhver dagsetning?

En það er gaman, að núna hef ég eitthvað að hugga mig við. Svo er ég lesa Söguna af Manon Lescaut og riddaranum Des Grieux eftir l'Abbé Prévost, og þá, ef maður lítur hjá siðvendninni, lítur maður bara vel út í samanburði við ólukkuparið; samt eru þau heillandi, ýkt miðaldaleg ástin svo heit og sönn, en ofurgellan Manon og sögumaður, sem er ekki riddari fyrir fimmaur, frekar skíthæll, eru eiginlega líka óþolandi í hástéttarórum sínum og snobbi.

Sýnist Prévost, en sagan er sjálfsævisöguleg, sjálfur hafa verið helvítis snobb. Bókin er úr bálk um ævintýri einhvers aðalsmanns. Fokking krapp; ég taldi 3 stórar deus ex machina, að sögunni hálfnaðri; illa þýtt í þokkabót, en mér finnst það gaman, og fullt af prentvillum, sem er jafnvel enn skemmtilegra en hitt, en ég get ekki hætt að lesa. Svona á þetta vera.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]