Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

 

Leonard Cohen knows just what I mean,

I wish I had the beauty of his work.
Take it from me,
I mean every single word.

television personalities – you are special and you always will be

Einsog sést, einsog
sést, þá ætti ég ekkert að tjá mig um hjartans málin, maður tekur vitlausan pól og skammast sín niður brekkuna. Hvorugu þessara myndarmála sem ég tæpti á, hef ég nokkurt vit. En það er samt soldið fyndið. Svona einsog þegar það er farið með myndavélar inná leikskóla og börnin spurð um pólitík og allt sýnt í fréttunum. Og gengið styrkist.

En mig langaði að segja eitt, því það er svo mikið talað um Palme morðið núna, segja eitt um fyrstu minninguna mína. Eða eina fyrstu. Þá fyrstu segi ég ekki, ekki hér (ókei, hún tengist fjarverandi kömrum, heitum rykugum vegi í sumarbústaðabyggð í Svíþjóð og undrun og skelfingu). Við mamma vorum í heimsókn hjá Guðjóni frænda í Kaupmannahöfn þegar amk fyrsta lýsingin á Christer Petterson kom, og það eina sem ég man er svarthvit, teiknuð mynd af honum, og... og ég hef aldrei verið jafn hræddur við nokkurn hlut, mann. Og hvert sinn sem ég sé mynd af honum þá verð ég hálf hræddur; en reyndar ekkert rosalega við þessa sem er farið að nota núna, þar sem hann er bara helvíti dapper, með sleikt hár og sígarettu, en samt með hálf ógnandi töffara svip.

Mamma þreytist ekki á að segja mér að við fórum að sjá hann tala á fjöldafundi í Gautaborg, aðallega fyrir hennar eigin preservation held ég, svo hún gleymi því ekki. Fyrst ég var að tala um Barnaeyjuna nýlega, hvar hetjan ímyndar sér að Dag Hamarskjöld sé pabbi sinn, þá datt það í mig að kannski væri Palme pabbi minn. Tímasetningarnar passa og mamma er hrifin af honum. Nei. Bíð með þetta þangað til á Kleppi. En sumar ranghugmyndir eru bara svo hressandi.

Svo minntist ég á Iceberg Slim og í framhaldi af því, þá hefði ég gaman af að fá þær aftur, sérstaklega Trick Baby. Hver sem er með þær. Og Allt í lagi í Reykjavík. Og Julian Cope. Og...

Myndin af heiminum er enn týnd, ég er samt kannski soldið að fá hana aftur. Er helvíti sléttur í dag, jafnvel happí.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]