Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

sunnudagur, febrúar 26, 2006

 

Photographers snip snap;

take your time she's only burning!
This kind of experience
is necessary for her learning.

brian eno – baby's on fire

Samdi mýtu mér sjálfum til heiðurs og útskýringar; hún er svo ótrúanleg að ég fíla hana ekki einu sinni sjálfur, svo það er ógilt í fyrstu tilraun. Svo sléttið eftir mig og stutt stökkið, aðrar atrennur munu ósvo fylgja.
---

Nú ætla ég að lesa Tímann og tárið, eftir Óttar Guðmundsson, kannski rjátlast eitthvað af mér fyrir vikið. Blaðaði í henni fyrr í dag, sýnist margt á mínu áhugasviði. Einn Magnús Þór las hana yfir, og strikaði út og lagfærði, það skýrir gæði textans, eða ákveðinn sjarma, að miklu leyti er mér sagt. Næst ætla ég svo að skoða bók Óttars um dauðann, hún fer einnig eitthvað á mitt áhugasvið.

Ég ætlaði að dylgja eitthvað hér, í þessari línu, en læt það liggja milli hluta, enda kannski ekkert sem á heima hér, og ég ekki heldur efni á að færa fram.
---

Í fámennu bollukaffi hér heima í dag, voru tveir leikarar úr Sóley, bíó eftir Rósku, mamma og Maggi, tvennt ólíklegasta leikfólk sem ég get ímyndað mér – þetta eru mér nýjar fréttir. Sögurnar úr kvikmyndagerðinni voru kostulegar; mig langar samt að sjá þessa greinilega forvondu mynd, þó ef ekki bara fyrir Magga af Myrká á hestbaki... Veit ekki hvar er hægt að nálgast hana þó.

Í öðrum fréttum er það helst, að mér er plantað á ísskáp í vesturbæ í góðum hóp. Það var mér fjálglega tilkynnt um í dag. Hinir eru báðir nýverðlaunaðir rithöfundar, og er það er talið að vegna þessa muni ég hljóta einhverskonar laun í vonduljóðakeppni Norðdahls. En ég misskildi konseptið og sendi "gott" ljóð, svo það er frekar off. (Mér finnst Eiríkur fara illa með gott tækifæri; einsog ég skildi það, væri dæmið glæsilegt, hálfgerður Trójuhestur inní lágmenninguna.)

Það var annars gaman að spila sig fullorðinn og ræða við skyldmennin undir vatnsdeigsbollum og öðrum bollum, flíka vitneskju minni og skoðunum á málum málanna í dag, og svo segja þeim frá því sem ég hef verið að lesa. Vera hluti af samræðu, samfélagi sem ég hef geð í að hlusta á og leggja eitthvað í.

Hversu fokkt er það samt!

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]