Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

laugardagur, febrúar 18, 2006

 

So I'll go on making time, 'till I can see a way.

Maybe tomorrow I'll find a future?
Baby all I can say,
if I can find a better way to get to you,
you know that I will.
No money lines my pockets now,
but by the spring, you know, yes you know it will.
And someday soon I'll see you, see you there waiting at the station just for me...

mott the hoople – no wheels to ride

Þegar ég dreg
út Mott og spila valin lög aftur og aftur, þá er það afþví ég er á bömmer eða líður ekki sem best, og ég man eftir lögunum, hvernig þau koma við mann, efla mann, hughreysta og hvetja. Þá eru þau langbest af öllu sem ég þá þekki; auðvitað hlustar maður bara á eitt lag í einu, les eina bók.

Bestu lögin, tónlistin, eru einsog gluggi til að horfa útum, útsýni. Maður þarf ekki að hafa séð það, maður þarf bara að sjá það. Og ekkert verra að vilja sjá það.

No Wheels To Ride er eitt af þeim; ég hef ekki bílpróf, hef í raun aldrei keyrt – en um daginn braut ég samt nokkra spela í grindverkinu umhverfis Steinahlíð, þegar ég var aðeins að æfa mig, skoða þetta – engu að síður get ég algjörlega samsamað mig örvæntingu hins einmana bílleysingja, tengt mig við þá fjarlægð, en hún er í mínu tilviki engin; ég þekki engan; fundið mig, orðið, verið, er. – Og í allsleysi. – Mick Ralphs fer svo hamförum á gítarinn, milli þess sem við Ian Hunter vælum, og þannig á það að vera, við stöndum upp sáttir. Tökum rútu eða lest þegar við höfum sparað um stund.

Mini-Dylan. Hunter er mini-Dylan. Þegar honum tekst best upp í stælingu sinni, er hann jafnfætis Dylan. Engu að síður á hann líka til originalítet einsog Death May Be Your Santa Claus og I Wish I Was Your Mother. Viðlagið í því síðarnefnda finnst mér frábært, fallegt og heillandi.
“Ég vildi óska að ég væri mamma þín, að ég hefði verið pabbi þinn, því þá hefði ég séð þig, getað verið þú sem barn. Drullumallað með systrum þínum og slegist við bræður þína, og þá, hver veit, þá hefði ég kannski getað fílað mig í fjölskyldu um hríð.”

Og það stendur sem síðasta von þess vonda (“I scream at you for sharing, and I curse you just for caring”) – hinir vondu fallast í ímyndun meðan það fjarar undan þeim. Það er minn skilningur.

Það er gott að vera ungur, þegar það eina sem maður á er repeat takki.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]