Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

laugardagur, febrúar 25, 2006

 

There'll be wrecks to clear in this war zone,

there'll be much to clean and time to atone.
But while it's dark you can shelter here
in the bleak midwinter when you're feeling the fear.
Ah, but when the mist clears, the sun will shine again.

ray davies – after the fall

Ég hef ekki
náð neinum hæðum hér nýlega, það er auðséð; þrátt fyrir góðan niðurtúr í vikunni, þrátt fyrir einveru, fyrir góða músík og bækur, örvandi efni, ómæli af tíma, hugvekjandi samskipti, hárbeittan sársauka og þrátt fyrir kaldan gust og sígarettur. Það þykir mér bara hálfleitt. Sorrí. – En það les þetta heldur varla nokkur.

Sá harmur plagar mig, að ég sé að hefta svefn og heilsu austur-Evrópska parsins hér við hliðina, með löngum og poppuðum vökum, og með of-örum, ískrandi bjórpissferðum (mikið sem einn maður getur migið framhjá! ég fer að míga í sturtubotninn, það kæmi út á sama stað) (hóstaköstum, minnir hóstinn á). Þau heilsa mér amk ekki. En það gerðu þau aldrei hvorteðer. Nojan segir mér að þau kvarti ekki, því ég er af þessu hreina kyni; að þau ætli mér þögn útaf einhverri ímyndaðri kórónu. Að sjálfsögðu hugnast það mér ekki shit, hugmynd og noja bæði tvennt, auðvita. Brjálaða hugarflug! Hafiði nokkra hugmynd?

Á ég að hringja í einhvern; mér leiðast orðið kilirnir á bókum sem ég of oft lesið og diskunum sem ég milljón sinnum spilað... I would go out tonight, but ég þekki engan sem skilur mig eða nennir því.

Gleymdi Black Cat White Cat. Mig langar að sjá hana aftur, þósvo ég hafi séð hana sautján sinnum. Það er bíóstk himnaríki, fullkomin í ímyndun sinni, og veru, sem okkur er ókunn. Nema kannski parinu sem reynir að sofa við hinn vegginn á veggnum. (Auðvitað er ég hálf í hvoru að vona þau taki mig nú í sátt!)

Vörumerki Raymonds er hughreysting. Ekkert helvítis Tom Waits volæði með engum svörum. Over My Head og After the Fall sinna því vel, ég er hraustur, svo hraustur. Ég er nýdottinn, en nú líður mér betur. Veit samt að hann fellir mig bráðum. Ef ég elskaði ekki Örnu útá heimsenda (í kvöld) tæki ég undir í sárbeittustu línunum, með sannasta treganum... sem mér er unnt að feika. Það er alltaf á morgun: “Left it all for a new location, so you could start up again. So keep smilin' till then...”

Ég hef verið að lesa um grísku mýturnar, fyndið að þær séu líklegast flestar til þess eins að útskýra eða réttlæta einhvern sið, helgisið. Ergo: Ég bið ykkur að semja mér mýtu, útskýra hversvegna ég fokka upp, hversvegna ég er svona, hversvegna ég er. Hversvegna ég er sjálfselskt fullur á þessu kvöldi. Etc, etc.

Og ef það er ekki verðugt verkefni, þá er ég all out.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Ummæli [Atom]