Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

mánudagur, febrúar 27, 2006

 

Under a lamp light Monica stands at midnight,

and every guy think he can buy her love,
but money can't buy sweet lovin' from Monica...

kinks – monica

Sænska leiðin finnst mér fáránleg. En löggjöfin einsog hún er, er það líka. En það er útí hött að snúa henni bara við, ég sé ekki að þjóðfélagið sé neitt betur sett fyrir vikið. Ef það að kaupa blíðu – ég hef mjög rómantíska sýn á þetta – er lögbrot, er ansi hæpið að það sé þá löglegt hins vegar að selja blíðu. Og raunsætt, þá er það ákveðin gulrót fyrir þær félagslega heftu konur sem á annað borð hugnast slíkt, að þær verði ekki einu sinni slegnar á handarbakið komist upp, en, þá, karlmenninu sé stungið í steininn eða gert að greiða sekt (“did you see his name, in the local paper?”).

Æ, andskotinn, ég er bara lítill strákur, en:

“She'll do something wrong and prove to you she is right,” gengur söngurinn um Monicu svo – en hún er vitanlega gleðikona, og engin smá gleðikona reyndar – og gangi þessi lagasetning eftir, þá hefur það aldrei verið sannara.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]