Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

mánudagur, febrúar 06, 2006

 

Western, feeling high, replied:

Yes, this is street 66,
step right in an' take some licks.

linton kwesi johnson – street 66

Leiðandi uppgötvun kalla
ég það sem á ensku heitir sad realisation. Það segir jafnvel meir en það. Ég gerði eina svoleiðis í dag, eða eignaðist, fékk. Veit ekki.

Brotnfyglið... Ég elska svona orð; flettið því samt ekki upp.
...

Neyslan felst aðallega undir debut Love, glimrandi misheppnað garage popp, sem ég var búinn að gleyma hvað væri gott. Bassaleikurinn er eftirtektarverður, td í Can't Explain, þar sem hann er sólóið, hávær, djúpur og fuzzy. Einkar beittur af bassaleik, sem kennist helst í sljóvgri þykkju, einsog kylfa, ekki hnífur. Og þessi blóðgar.

Á morgun tek ég Da Capo. Sem er 50/50 frábær og skítur. Algjörlega, þessu er algjörlega skipt í tvennt.

Smá LKJ. Heillandi óskiljanleg patois-blönduð ljóðin hans, og ruglandi döbbið, viðheldur fýsn sem hefur ekki dalað með árunum. Ég skil hann varla enn, en það sem ég skil er fokking best. Og í döbbinu er gott að gleyma sér, næsta algjörlega lífrænt sándið er svo þétt, að í stílgötunum er maður enn að spá í mínútugömlu lúðra bergmáli.

En líka enn minni Jacob Miller; plötu með Augustus Pablo session-unum; döbb-versjónirnar á henni sköpuðu einmitt klassík einsog það fræga “King Tubby meets Rockers Uptown”. Ein af fáum plötum þarsem döbbin eru meir spennandi en sjálfar a-hliðarnar. (Mörg döbb eru frekar léttvæg, einsog þau sem Gregory Isaacs var að gera sjálfur, td. Reyndar er Dennis Bovell, sem útsetur Linton Kwesi með þeim betri: Peach Dub og Bitch Dub slaga uppí ljóðalestur LKJ.)

Djöfull er spagettí döbbið og sagan í Street 66 að gera sig núna. Bankið og take some licks.
...

Ég þoli ekki breytingar. Þess vegna hef ég orðið fyrir mörgum, já mörgum, sárum vonbrigðum í dag. Sum hafa að gera með réttlætiskenndina, önnur mun hégómlegri, einsog persónulega prefrensa og þannig. Pirrandi að hafa litla sem enga stjórn á neinu sem fram fer í svo miklu. Og verra að aðrir ráði svo miklu um það allt, einsog þeirra væntingar og vilji sé mestur á jörðu (eða þeirri mynd hennar sem vald þeirra hrærist í).
...

Góð helgi að mestu í faðmi Sigga T og Kötlu, það var gaman. Takk fyrir mig.
...

Annars hlakkar mig bara til. Og það er ekkert verra en hitt.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Ummæli [Atom]