about the wine we're drinking,
about the line we're sinking.
I'm young as a fool, and green as a tree;
happy as a man can naturally be.john martyn - tree green
Gær. Keypti þrjár John Martyn plötur á útsölumarkaði, billegt (sem þýðir guðdómlegt); Inside Out, Bless the Weather og Road to Ruin. Road to Ruin gerir hann með þáverandi konu sinni, Beverly Martyn. Hef aðallega spinnað hana.
Nokkur frábær, ljóðræn djössuð lög, og einn tveir bömmerar. Parcels með því betra sem maður heyrir – hvað er fólk að höndla með annað yfirhöfuð, spyr ég? Auntie Aviator, sungið af Beverly, er flottasta mix af folk, poppi og djass sem ég hef heyrt; hippo textinn reynir á, en djúpt sungin melódían heimtar að það sé tekið undir. Klassík. (Rústar Dylan og hans New Morning í sprengdar, tættar pjötlur Palestínans á krossinum.)
(Spáið í því, að krossinn var ekki steyptur niður bara fyrir hann. Nei. Minnið mig á segja ykkur brandarann. Fyndnasta brandarann.)
Give Us a Ring, - annað lagið um Nick Drake! að þessu sinni eftir Paul Wheeler – skartar svo grípandi kórus að ég hálfgræt. Og miðað við útkomu þess lífs, og það sem maður þekkir af lífi Drake, er það enn grátlegra. Meikar sens. (Ég greip í bókina um kallinn, renndi yfir hana, gat ekki séð að það væri minnst á lagið. Martyn, sem var góður vinur hans, á þó kredit skilið fyrir að neita að tala um Drake nokkuð meir, vill ekki gera sér hátt undir höfði af frægð hans. Ég vil þó meina, af því sem ég hef heyrt, að það góða hjá Martyn, það sé svo langtum betra en það besta frá Drake. Td bara orchestra-sjónin, sem maður er svo blessunarlega laus við hjá Martyn. – Wheeler er hinsvegar óspar á að ræða þennan vin sinn, er einsog vinur Kafka, enginn þekkir hann að öðru. (En það er svosem ekki alltaf vont hlutverk, sbr, Jóhannes skírara... ofl.))
Þetta er ein besta
amatör síða um listamann sem ég hef séð; slagar vel uppí
Kinks síðuna, það er eiginlega betra að finna allt á Martyn síðunni, það leynist allt meir hjá Dave Emlem (þó síðan hans sé chock-full af drasli, myndum og greinum etc.).
---
Fann Önnu eftir Guðberg í fornbóka hillu; hún byrjar fyndilega. Ég er spenntur.
Ó, neysla! erum við samtekki að verða södd!
Nú rýk ég.
Og sýp með. Með eyrun í fortíðinni. Og hugann. Og veruna, – allt.
En nú rýk ég, ég á að vera löngu mættur annarsstaðar en hér. – “Lífið er langt...” og allt það; addendumið í kvöld er samt: hugsið stöku sinnum til mín. Ég hef ykkur í mér,
rowing on the road to ruin.
>