Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

sunnudagur, mars 26, 2006

 
Discard. Afköst næturinnar eru horfin, núna. Fyndið að geta djöflast svona á sálinni og minningum, barið áfram ímyndunaraflið til þess eins að tárast yfir ömurlegri andgift og vanþroska.

Líður einsog ég hafi verið að tala við einhvern í nótt, um málefni sem brennur á mér, velti því fyrir mér hvort ég hafi verið að hringja eitthvað, í einhvern að bulla. Það veit ekki á gott. Hef líklegast verið að tala við sjálfan mig, það eru ekki ummerki um neitt símtal, og enginn kom og enginn hringdi. Það er gott. Ég vil ekki sýna mig.

Það hringlar í afköstunum, úrkasti afkastanna, þegar ég trilla þeim uppá gang og fleygi. Discarda líðan og klíp mig og mer; ég kemst ekki til baka. Eða svona... það fer ekkert. Pirrandi sársaukinn rekur út illa anda, einsog þegar maður rekur og jagar tannstöngul í bilin milli tanna við hausverk.

Keypti sjöundu John Martyn plötuna á innan við mánuði í gær, Solid Air. Er með þrjár enn í sigtinu svo læt ég staðar numið. Ætla að að fá þær á Amazon, enda allar á uþb sjöhundruðkrónur. Hefði getað fengið Solid Air og þessar þrjár þaðan, á sama verði og þennan eina disk úr Kringlunni. – Fór í búðina til þess að leita í J-rekkanum og engu öðru, hafði háar hótanir við sjálfan mig, gerði ég nokkra aðra leit. Ég leitaði af mér allan grun um að í honum leyndist nokkur John Martyn, og það var ekki fyrren á leiðinni út, að ég kveikti á M-rekkanum. Óskiljanlegt skammhlaup.

Blásvartur himin klukkan hálftíu. Flygildi skýst yfir (flugeldagráttsilfur í löngum boga). Þessi litur og birta magnar upp í mér heimþrá, þetta condition hefur fylgt mér síðan í sumarbúðum. En nú er ég heima, eða fokking hvað.

Over the Hill, er uppáhaldið mitt af Solid Air, frábærlega manískur gítarleikur. Það er um mann sem veit hvar hann á heima, hinummegin við hæðina. Ég veit ekki neitt.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]