Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

laugardagur, mars 18, 2006

 
Einn heima, og ég tók Tígrisdýr og Björn á tímann, steikti sveppi og drakk rauðvín, ímyndaði mér að ég væri undir stráþaki. Og leitaði um allt að Tígrisöndinni. Ég var svo glaður að ég man ekki hvernig ég sofnaði, en ég hef lagst í rúmið og hugsað.

Tók upp minni plötukassann (hinn er svo fokking þungur!) en mig minnti að þar væri það góða, en það var ekki svo, ekki nema að litlu leiti. Meðan ég eldaði hlustaði ég samt á Reynard in Tokio, 12 mínútna langa live-upptöku af Reynard the Fox hr. Julian Cope, upptöku sem ég elska. Cope feikar sýrutripp og stjórnar bandinu af þvílíkri festu, breytir textanum, betrumbætir kannski. Litlir Japanir feika sýrutripp; og ég sé ofsjónir. Er af tólftommu 5'O'Clock singlinum.

Og það sem meir um vert er, spinnaði líka Eaten by Her Own Dinner, 12” Robyn Hitchcock. Það varð svo raunin með mig, mikið er ég glaður. B-hliðin er stórgóð, einhverjar skrýtnar upptökur; ég fíla meira að segja upplestur Robyn á eigin sögu, Harry the Golden Prince. Og Messages of Dark: "There you are like a spider in the corner, vibrating messages of dark"!

Ég trekka út að mótmæla eigin tilveru. Út á svalir. Ég er komin með kaffiskjálfta af að fylgjast með fólkinu. Nikótín dauða í handarkrika. Undir nöglum er skósvertan sem ég makaði á vinnuskónna í hádegi gærdagsins, undir kitlandi spenningi morgundagsins (sem ekkert “verður” úr nema ég finni sjálfan í fjöru fortíðarinnar og breyti betur). Það er stundum einsog það sé enginn í höfðinu á mér, nema ég, og við bíðum báðir þess það gerjist bóndabeygja á næsta leiti, að springi út höfðingi sem bjargi okkur öllum. – Hvernig komast ungarnir úr eggjunum, með gogg eða haus? Hugsun eða verki?

Og hvaðan kemur skurnin? Hvernig get ég mulið svona á mér tennurnar...

Einhver
var að tala um kettina í Hát.v. og Meðalholti, það fékk mig mig til að hugsa um stælta og stóra síamsköttinn Flóka, sem var nágranni minn í mörg ár, og fór stöðugt í taugarnar á mér, hann var veikur á geði eftir fyrri eigendur, en þegar hann dó, saknaði ég hans. Á sama hátt ég sakna þess að hafa ekki farið í sirkus síðan 1991. Hvort Flóki hafi étið páfagaukinn okkar – eftir að ég skildi hurðina eftir opna – skal óspurt látið. En ég man að ég var sorgmæddur þá, aðkoman hræðileg, enda mín sök, en hans sakna ég ekki. Eða hinna, sem á eftir komu, eða hinna á undan.

En ég man hvað það var gaman, að týna ánamaðka.

Ég er svangur. Borða. Borðaði. Ánamaðka.

Himininn þykkist stöðugt, ég hef verið að fylgjast með turninum á sjómannaskólanum hverfa hægt og hægt. En enn gefur að líta helvítis fólkið. Ég ætla út á svalir að finna möndluna.

En hver er svo aftur möndlugjöfin?

I'm sitting here, in the abandoned brain,
wating for take off in it.
They say it's never gonna work again,
but I can spare a few minutes.

robyn hitchcock – the abandoned brain

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]