Fékk sendingu að utan, fór uppá Höfða (sem er rassgatið á Reykjavík) og fékk nokkstóran pakka frá hinni frábæru verlsun hins – örugglega – frábæra
Ernie B. Það voru tvær vínyl plötur; More Gregory, safnplata með early stöffi og One Man Against The World, safnplata með enn seinna stöffi, undir 1990. Þegar ég pantaði bætti ég við 7” af Rumours með Gregory, sem þó er á síðarnefndu compi, en bara afþví bara. Og hún kostaði tvo dollara.
Sjö diskar: Keith Hudson – Pick A Dub (snilld! Frá 1974)
Mikey Dread – Evolutionary Rockers: Dread At the Controls (Clash pródúser ma; frá, djöfuls, segjum 78)
Bob Marley og the Wailers – Greatest Hits at Studio One (efni frá '64 og uppúr)
Lone Ranger – On the Other Side of Dub (1981)
Gregory Isaacs – Love is Overdue (safnplata m. efni frá 74-75)
Gregory Isaacs – Best of Volume One (safnplata m. efni frá 76-77)
Big Youth – Natty Universal Dread (3föld m. efni frá 73-79)
Með öllum krónutölum tilteknum, reiknast mér til, að það borgi sig að senda peninga inní hagkerfi Kanans. Stríðshrjáð þjóð...
Svo barst mér annað í dag, í póstkassann, svo skemmtilega hannað, að hefði ég ekki fyrir nokkru sett samverkakonu minni hér heima fyrir, þá væri ég í tilvistarkreppu.
Ég er flói samt yfir af músík og bókum, það er um allt. Svo varð ég að eyða lunganu úr kvöldinu, í að hlusta á eitthvað allt annað! ja, sonað smáleiti. Samt sem áður þá fer allt vel, ég kemst yfir það sem ég get, nýt þess sem er gott og gleymi hinu.
Það er fráleitt að sitja inni allann heila daginn, en á köldum degi er gott að sitja í smiðju. Og blasta döbb og sauma á volgar stangir, súpa kaffi úr frauðbollum og bíta í filter, og núa í sig blöðrur á snæri. Netið er feluleikur, felulitur, ég gái heiminn gegnum það, og sé fyrir mér stráka skora mörk.
En ég hrufla... Það er
Ital að ég finni þig. Og plástri á mér kjaftinn "as I would say..."
>