Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

föstudagur, mars 10, 2006

 

Get yourself some new attire,

set your sights a little higher,
you're going to join the young conservatives.

kinks – young conservatives

Ingvi Hrafn tók
eitt af sínum reglulegu fúkyrðaflaums köstum áðan. Útvarpið hans er orðið frekar dauft og ég blessunarlega laus við að heyra hann mikið þessa dagana. Eftirhermur Ingva Hrafns á Halldóri Ásgrímssyni eru samt óborganlegar, það er með því lélegasta sem hendir mann! Þó, heyrði byrjunina hjá honum áðan, en enga eftirhermu. Hann skammaðist yfir útsprunginni Skeifunni, nánar: kaflans á milli Rúmfatalagersins og bílastæða Hagkaupa; sagðist hafa séð konu sprengja dekk þar: “Tættist!” Ingvi uppveðraðist allur og kallaði það r-lista klúður, þessa götu eða hvernig hún er, og okkur, borgarstarfsmenn sem bikum fyrir borgina, að við hefðum ekki manndóm til að laga þetta. Það finnst mér sárt.

Eða nei. Það er næsta ómögulegt að taka til sín eitthvað úr munni slíks kjaftháks, slíks uppþemds blöðrusels og Ingvi Hrafn er. Verra er þó, að einhverjir munu sammælast með honum, eitthvað gott fólk sem veit ekki betur. Ef það fólk hlustar á hann, ég held það séu mest til jábræður, mér er ekkert gefið um það pakk heldur, svo geðheilsu minni mun ekkert förlast við þessar hjáróma, en háværu skammir. Ingvi Hrafn sótti í brunn Steingríms joð, og kallaði r-lista menn druslur, það þykir mér gaman.

En fyrir þau, sem hafa áhuga á, þá er þannig í pottinn búið, að þessi braut, hún er ekki gata. Og sannarlega ekki á vegum Reykjavíkurborgar, heldur er þetta innkeyrsla – eða eitthvað, ég hef ekki nafn á það – á vegum Hagkaupa og Rúmfatalagersins. Satt er að þessi kafli er í fokki. En það hefur ekkert með okkur að gera. Ég get bara ráðlagt fólki að keyra ekki þarna, heldur annaðhvort ganga eða hjóla. (Mínum bifreiðarakstursferli er líklegast lokið; ég bakkaði í dag á fjögurra metra háa járn- og skínandi vírgirðingu í Álftamýrarskóla. Mig skortir þessa samhæfingu.)

Jákub, eða hvað hann nú heitir, og þeir Hagkaupa-menn ættu líklegast að geta friðað Ingvann og látið bika þetta. Við gætum jafnvel tekið þetta að okkur í einkajobbi.

En án gríns, megi Ingvi Hrafn sofna í fúlum pytt og vakna með andælum.
---

Raymond er ekki mikið fyrir beina pólitíska ádeilu, en hann sýndi að hann gæti það svosem í hinu stórskemmtilega og hnyttna Young Conservatives. Sami mórall og hann lýsir, England í byrjun níunda áratugarins, finnst mér soldið vera í gangi hér. Amk er amríkanskur “liberalismi” að vinna sér sess hér með meiri öfgum en ég hefi þekkt til þessa. Sjá td þessa sem vilja banna allar fóstureyðingar, nema það ógni lífi móðurinnar. Mér skilst þeir impri meira að segja á því að fóstureyðing eigi ekki einu sinni rétt á sér í nauðgunartilfellum, barninu verði bara komið fyrir hjá nauðgaranum! Kommon, eru þeir að spá í framfærslunni? (F. erlenda: þetta eru íslenskir, ungir drengir. Fólk sem sá sama barnaefni og við!)

Þessi lína frá Ray finnst mér frábær:

Be a devil, join the new conservatives”!

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]