Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

þriðjudagur, mars 28, 2006

 

Here's a revision that's kinda minor,

it's just a little town down in Indo China, Bangkok.
alex chilton

Það er gaman, að sjá hvernig drullan skiptist á hendurnar, hvernig hún finnur sér húð að hanga í og hvað, og hvernig hún hverfur. Ég spái í lófa, sebralófa. Spái sturtu, – ekki sundlaug, frægð eða frama, bara sturtu.

Í henni, – það er best að baða sig mjög drullugur, hitna köldum, þorstinn drukkna etc. – ætla ég að semja manifestó, stefnuyfirlýsingu fyrir borgina, sem ég kalla svo, borgina mína. Kannski deili ég henni með ykkur. Hún er hálfköruð í höfðinu á mér, nokkrar skoðanir eru fastmótaðar, en flestar á flögri um höfuðið, ólýsanlega mjúkar og kaldar, einsog vatnsblöðrur í þyngdarleysi. Til að hefta þær niður, þá verður að hörfa, semja um nýja víglínu og ný tjaldstæði við skaparann. Það verður að stara í spegil og þukla og kreista, greiða frá augunum; það verður að hefta einn tvo brandara eða póetísk kúrío á blað, kannski orðaleik (“flugeldagráttsilfur”), áður en maður fer að hefta niður vatnsblöðrur. Og það er svosem líka best að gera í sturtu, eða hvað?

Nú hætti ég að skíta út lyklaborðið, stafina, ég á þeim allt! og hleyp upp á aðra hæð (bara til að verða fyrir vonbrigðum) og spretta upp á þá næstu, jögglandi hugmyndum. Vona það sé ólæst. – Þrjú lög til, tvær setningar og sígó enn.

Veit ekki, kannski er það bara vörn, manifestóið. Er rökstuðningur besta sóknin? Er þrekkur nógu alþýðlegt, var það það? Sný mér í eigin ranghölum, krókna í sjálfsvorkun, bólgna af ímyndun, spý eitri í sjálfsmorðið. ...
---

Fokking tenging. Sturtan fór mestum í skrúbb og löður, bara vatnsdropa, engar blöðrur. Engin orð. Og ég hafði hugann meir við, ja, bara þetta.
---

Undanfarnir setlistar Raymonds innihalda ekki Waterloo Sunset. Djöfull er hann harður. Það væri gaman að sjá svipinn á burgeisunum, ef þeir hafa smekk fyrir því, að loknu öðru encore-i. Þó ég vildi glaður skipta því út fyrir td Lolu eða YRGM, þá er hluti af mér sem gleðst. Gleðst masókískt, því ég mun líklegast ekki heyra það heldur.
---

(Er kominn með heimildaskrá!
---)

Borða brennisteininn af eldspýtunum sem lýstu okk... umm.

Æ! Ó, eymd yfir eymd! Fokkings tenging.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]