Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

föstudagur, mars 03, 2006

 

I'll take your sadness, make it mine,

and leave the madness in your mind.
Well you know, we have gifts to exchange;
turn around, I'll show you mine.

john martyn – parcels

Nefertiti í sjoppu, eru þrjú orð í samhangandi röð sem ég hef haft á heilanum í nokkra mánuði. Nefertiti í sjoppunni.

Þó hafa þau legið í dvala að undanförnu, en rifjuðust upp fyrir mér í vikunni, því ég sá aðra. Það kom mér á óvart hversu ólíkar þær eru, og sú nýja er ekkert venjuleg Nefertiti. Nei. Hún var með fallegustu bauga sem ég hef séð og skoppandi brjóstin gerðu mig að vanvita, brosið hennar þegar ég rétt gat stunið upp smá gamanmáli, það var það innilegasta sem ég hef litið. Rómurinn svo bjartfagur og sannur, fullkomin þögn þess á milli. Nefertiti. Hún færði í lifandi búning allt sem ég elska, – en fæ ekki snert með nokkrum ráðum. Nefertiti.

Nefertiti með súkkulaðistykki, sígarettupakka og klink í útréttri hendi í sjoppu.

Ég á fimm ostbita á disk en bara þrjú kex, og veit ekki hvað skal gera, hef ekki hugmynd. Ef ég held áfram að horfa svona á þennan salta- dýra og fína kost, er ég hræddur um að það fari fyrir mér einsog asnanum sem svalt með tvær heyhrúgur í stíunni.

En það er allt soldið þannig, krossgötur og Nefertítur á hverja hönd. Og ég svelt heilu hungri, óviss við ómarktækt skilti... á óræðu eiði (þessari paradís Khayyám).

Stundum langar mann bara að segja takk við þessu öllu, snúast að dyrunum og loka á alla mögulegu möguleikana, alsæll í neyslunni.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]