Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

fimmtudagur, mars 30, 2006

 
Now the Melody Maker want to interview me
and ask my view on politics and theories on religion.
Now my record's up to number 3,
a woman recognized me and started to scream!

kinks – top of the pops

Fékk að mér sýnist vera vel yfir hundrað eintök af Melody Maker gefins í dag, stóran gulnaðan bunka. Það fyrsta er frá 24 ágúst 1963, það síðast frá 26 desember 1964; það vantar eitt og eitt blað í milli. Þau eru úr dánarbúi frægs poppara sem lést fyrir aldur fram, ég reyni að ímynda mér að hann hefði að minnsta glaðst við að blöðin eru þó í góðum höndum. Ég slefaði yfir þeim. Popparinn var líka ánægður með mig þegar ég keypti af honum Pretty Things og Faces plötur, ég gleymi því aldrei.

Tímabilið sem blöðin spanna eru þó ekki mitt kjörsvið, of mikið mersey beat, engir Small Faces, enginn húmor, bara novelty, ofgnótt af Dusty og Sandie Shaw. En það er gaman að sjá þetta svona, fá heimildir frá fyrstu hendi. Bítlaæðið auðvitað í algleymingi, þeir eru nánast á hverri forsíðu. En svo eru það lesendabréfin sem geyma auðvitað einstaka anti-bítla komment, en því var ritstýrt einsog öðru; í dag er sögufölsunin í algleymingi og ritstýrt einsog öðru. Helsta von mín er að geta hrakið einhverjar mýtur með fróðleik úr þessum gula munni hestsins.

Í einu blaðanna, en þau eru flest þunn, enda vikublöð, þá er Blind Date nokkurra smáskífa og Ringo Starr, hann reynir að rakka niður Leader of the Pack! Segir að hún muni ekkert seljast, hafið í huga að hann veit ekki hvaða hljómsveit þetta er, hefur engar upplýsingar aðrar en lagið á fóninum. Hann segir svo orðrétt: Oh no, now they're saying the leader of the pack's dead and all that. This record's a load of rubbish. Turn it off. – Ja, mér finnst þetta fyndið. Og vondur smekkur.

Popparinn, eða einhver, hefur í hvert skipti sem hljómsveitarmeðlimir eru taldir upp, undirstrikað það með reglustiku. Það finnst mér líka fyndið, dettur í hug að það sé einhver leið til að læra þau utanbókar. Það er líka bara gert einu sinni, ekki í hvert sinn sem meðlimir eru taldir upp, kannski nokkrum blöðum seinna.

Las áðan klausu þarsem Bob Dylan var kynntur fyrir enskum. Þetta er sagan. Ef ég finn auglýsinguna sem Mick Avory svaraði, sem mig minnir hafa verið í MM, þá er líf mitt fullkomnað(?).

Ég hef ekki gert annað en fletta blöðunum í allt kvöld. Mig mun dreyma eitthvað loðið í nótt.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]