Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

sunnudagur, mars 12, 2006

 

Rjúfið fortjald

hinnar rökkvuðu gleymsku!

Kveikið!
Hafið kynngibjart
meðan ég skoða
eitt sem ég forðum átti:
grátstaf
gráan, skininn af ofsól...

Möglunarlaust
skal minnzt hverrar birtu.


Eyði eftir Þorsteinn frá Hamri, úr Urðargaldri.

Tautvænt, já, sé það: rugg til baka, rugg fram; beyglaðri röddu: möglunarlaust... möglunarlaust...

Sumt mjög gott og vekjandi í Urðargaldri, utan þriðja hlutans sem er einskonar Þjóðminjasafns hylling og þarafleiðandi drepleiðinleg. Bókin sú te eina sem finnst í hillum hér, utan ljóðerna í safnbókum; eldri, og betri, sorrí to say.

Hvað sagði Daniel Johnston aftur um bókasafnsverðina, eða réttar, hvað sagði aftur vörðurinn skv Daniel. Mig minnir helgan sannleik, sem ég gleymt hafandi, fylgi ekki og syndga gegn með hverri ör, hverri örveru af tilveru. Suss.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]