Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

miðvikudagur, mars 01, 2006

 

So I gave her a ring,

and not exactly an engagement ring,
I tracked down her number on the internet.
It was the easiest thing.
She thought I was rude, to call her at home.
I said I was hurt by what she had written in that review.
[...]
She said this conversation is over, send me an email when you're sober.
And I wasn't even drunk.
So go to hell miss Rydell,
so go to hell miss Rydell...

pelle carlberg – go to hell, miss Rydell

Það er einhver
auglýsing í gangi með ágætis lagi, laglegu dittí, sem ég hef verið að spá hvað er, kannaðist við það. Nema hvað, að lagið er Riverbank með Pelle Carlberg sem ég hafði náð í á swedesplease í haust, en aldrei spáð í. Leitaði hann uppi þessvegna og finn þá þessa snilld, Go to Hell, Miss Rydell, á síðunni hans.

Og ég er húkkt. Í laginu er hann einsog sænskur barokk Jonathan Richman með örlitlum Scott Walker. Og það er bara gott! Drepfyndinn texti og grípandi lag, og niðurstöðu sem fittar djók-Davies eða bara Richman.

Pelle Carlberg – Go to hell, miss Rydell -- mp3

Auglýsingalagið er hér: Riverbank.mp3 -- Man ekki hvort það sé banki sem notar þetta, en það væri fyndið í ljósi þess að hann syngur um að fleygja peningum í á og um “the temple of consumption” margoft; leynt grín á okkar kostnað?
---

Í dag synti ég í bömmerfljótinu, þessi tvö lög hafa bjargað kvöldinu. Bömmerinn culmineraði í þrjúfréttunum þegar Húsvíkingar fögnuðu, ég sprakk og öskraði. En það var kannski því ég sagði rétt áður, Ef þau fagna þá spring ég. Og djöfull fögnuðu þau.

Það var fólk yfirhöfuð sem dró mig niður, þjótandi bílarnir, stelpan sem straujaði þrjá ljósastaura og dó, "26 látnir" og kellingin sem keyrði krakkana sína á milli búða og át nammi meðan hún beið þeirra; við sáum hana þrisvar í dag, í bið með bílinn í gangi. Ógeð. Einhver segði að það væri nú svo kalt. Fokkið ykkur, það hefur ekki verið svona gott veður á Öskudegi síðan ég man eftir mér. Eilíft rigning og rok alltaf. Málningartaumar á sjúskuðum börnum...
---

En músíkin bjargaði mér. Sænskur barokk Jonathan Richman – plís, ef þið ætlið einhvern tíman að gera eitthvað sem ég bið um, náið í þetta. (Barokk í Left Banke skilgreiningunni baroque-pop.)

Verð að muna mér hann þarna úti. Og allan Hellström.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]