we've walked streets and highways where kung-fu is afraid to go:
it was the long way. junior byles – the long way
Þetta er hérumbil það harðasta sem maður heyrir. Í ástarlagi.
Ekki einu sinni: ...where
even kung-fu is afraid to go. Einsog kung-fu sé einhver! Byles syngur þetta án þess að svo mikið sem brosa í kampinn, dreddana eða þá til Lee Perry (Pipecock Jackson), hulinn grasmekki bakvið litla mixerinn sinn, stappandi niður fótunum. Nei, ástarlag.
Vildég gæti.
Þetta er það sem ég digga í reggíinu mínu, þessa hugmyndaaugðgi, sem maður finnur bara hjá Megasi. Kreólsk orðfinningagleði, ekki uppskrúfað einsog oft hjá Dylan, ekki eins direct og hjá Raymond, heldur gleði. Pjúra fokking gleði. Og brosvekjandi, eða hrollvekjandi, döbb þyrlur þessámilli. Best, elska það. (Hrollvekjandi, er bara lýsingarorð sem merkir vont þegar kemur að kvikmyndum eða bókmenntum, ekki músík, þá er það gott, sérlega gott. Ja, og líka mannlegum samskiptum! “Hook, line and sinker”!)
(Djöfull get ég samt fyrirgefið margt í músík, einsog þessar eitís Kinks plötur og sumt af þessu power-poppi sem ég ber mig eftir. Alex Chilton er gott dæmi, misheppnaður mjög en ef maður hlustar rétt er maður í góðum málum. Það er eins með Davies, ef ég gef honum eitís sándið í forgjöf þá er gullmolinn í höndum mínum. Ég viðurkenni þó strax og fyrstur manna, að það sama geri ég ekki með Stóns eða Lennon. Maður sér líka gegnum fingur sér við fyrstu ástina! Þessvegna skilja þau ekki...)
Hef verið að ala þann draum í ört hnígandi, rísandi brjósti að gera eitthvað LKJ dæmi, hnoða saman í social commentary og ljóða yfir döbbað lag með hólmgöngutakti. Ég á það inni að koma út spegli fyrir strákana að kötta á. (Sko, ég er strax kominn í gírinn!)
Ef ég verð einhvern tíman jafn ... og ég get verið ..., þá verð ég ... og ... .
Hí.
Orri [mælir með grein Kalmans um Gyrði, og ég tek undir]. Nú langar mig að lesa þessar fyrstu ljóðabækur Gyrðis, dæmin voru amk spennandi, og ekki nóg fyrir mig. Einhverra hluta vegna hefur Gyrðir eitthvert slæmt stigma í þeim pressum sem ég nota til yndis- og fræðslusauka. Þessar línur voru sumar hverjar
harðar...
Manstu þegar ég þóttist vera að lesa Ísak Harðarson, en ég var bara að horfa á þig afklæðast, stússast svo oní skúffum? Ég: einsog í gær og allt til á dauðabeðinum. We came the long way.
[móment]
>