11:42
Niðrúr þakinu liggur löng og víð pípa, líklegast einskonar loftræstiapparat. Á klósettunum heyrir maður stundum leyndarmál, reyndar þjöppuð í óskiljanleika (nema smábarnsgrát). Vegna þessa, er ég að myndast við, að læra að þylja þau ekki upp þar, leyndarmálin. Maður veit ekki hvað fólk skilur. Eða hvað það á skilið.
Áðan, þegar ég stóð við spegilinn niðrí kjallara, og hlustaði á vatnið hitna um stund hátt, athugaði ég mig í framan og á hálsi. Hégómlega hugsaði ég um mynd sem ég sá einu sinni. Ég reyndi að greiða indjána fjaðrirnar niður með skítugum fingrum Hans og Grétu. Eftir að hafa sósað mér um munn, nef og augu, heyrði ég hávaða og brá. Það var krúnk ofan af þaki. Krúnk krúnk, ofan af þaki.
Helvítis níðstöng.
Örvamælirinn sýndi núll og ég var
orðin einsog myndin.
>